Jafnlaunastefna sveitarfélaganna Gróa Margrét Valdimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:09 Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun