Amman fylgdist með þegar lík malísku stúlkunnar var búið til bálfarar Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2014 17:52 Fljótlega eftir að Fanta og amma hennar höfðu komið um þúsund kílómetra leið til malísku borgarinnar Kayes var stúlkan komin með háan hita og kastaði upp blóði. Vísir/AFP Heilbrigðisyfirvöld í Malí og Gíneu reyna nú að kortleggja ferðir hinnar tveggja ára stúlku sem lést úr ebólu á föstudaginn. Skömmu eftir að faðir hinnar tveggja ára Fanta Kone lést í suðurhluta Gíneu fór amma stúlkunnar með hana frá þeim skógi vöxnum hæðum í Gíneu þar sem ebólufaraldurinn braust fyrst út í byrjun ársins til að fara með hana heim til Malí. Ekki leið á löngu þar til stúlkan byrjaði að fá reglulegar blóðnasir. Fljótlega eftir að Fanta og amma hennar höfðu komið um þúsund kílómetra leið til malísku borgarinnar Kayes var stúlkan komin með háan hita og kastaði upp blóði. Læknar voru fljótir að greina hana með ebólu, og lést hún af völdum veirunnar á föstudaginn.Í frétt Independent Tribune segir að amma Fanta, sem er nú haldið í einangrun ásamt tugi annarra, gat ekkert gert nema fylgjast með úr fjarlægð á meðan lík Fanta var búið til bálfarar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að um fimm þúsund manns hafi nú látist af völdum veirunnar, langflestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Með ebólusmiti Fanta varð Malí sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebólatilfelli kemur upp, en einnig höfðu komið upp tilvik í Nígeríu og Senegal. Í fréttinni segir að örvænting hafi gripið um sig í bænum vegna láts stúlkunnar, en um 128 þúsund manns búa í Kayes. „Það eru allir örvæntingarfullir – allir eru að ræða um ebólu,“ er haft eftir Bruno Sodatonou, 35 ára starfsmanni á veitingastað. „Við vitum ekki hvernig við eigum að verja okkur. Sumir klæðast nú hönskum og aðrir forðast að taka í höndina á öðru fólki.“ Malí og Gínea liggja saman og hefur lengi verið talið að líklegt að ebóla gæti brotist út í Malí vegna mikils straums fólks milli landanna. Ebólusmit Fanta hefur vakið sérstaka athygli þar sem hún ferðaðist um langa leið smituð af veirunni, sem þýðir að mögulega hafi fjölmargt fólk smitast af veirunni á leið hennar. „Ástand barnsins á rútuferðalaginu veldur okkur miklum áhyggjum þar sem það gaf fjölmarga möguleika á að smit bærist á milli manna, “ sagði starfsmaður WHO þegar hann greindi frá ebólusmiti Fanta. Rúturnar sem fara milli landanna eru vanalega mikið troðnar þar sem fullorðnir halda á börnum og farþegar neyðast margir til að standa. Unnið er að því að kortleggja leið Fanta og ömmunar, en rútan sem þær ferðuðust með kom við í borgunum Keweni, Kankan, Sigouri, Kouremale og höfuðborginni Bamako. Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Malí og Gíneu reyna nú að kortleggja ferðir hinnar tveggja ára stúlku sem lést úr ebólu á föstudaginn. Skömmu eftir að faðir hinnar tveggja ára Fanta Kone lést í suðurhluta Gíneu fór amma stúlkunnar með hana frá þeim skógi vöxnum hæðum í Gíneu þar sem ebólufaraldurinn braust fyrst út í byrjun ársins til að fara með hana heim til Malí. Ekki leið á löngu þar til stúlkan byrjaði að fá reglulegar blóðnasir. Fljótlega eftir að Fanta og amma hennar höfðu komið um þúsund kílómetra leið til malísku borgarinnar Kayes var stúlkan komin með háan hita og kastaði upp blóði. Læknar voru fljótir að greina hana með ebólu, og lést hún af völdum veirunnar á föstudaginn.Í frétt Independent Tribune segir að amma Fanta, sem er nú haldið í einangrun ásamt tugi annarra, gat ekkert gert nema fylgjast með úr fjarlægð á meðan lík Fanta var búið til bálfarar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að um fimm þúsund manns hafi nú látist af völdum veirunnar, langflestir í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. Með ebólusmiti Fanta varð Malí sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebólatilfelli kemur upp, en einnig höfðu komið upp tilvik í Nígeríu og Senegal. Í fréttinni segir að örvænting hafi gripið um sig í bænum vegna láts stúlkunnar, en um 128 þúsund manns búa í Kayes. „Það eru allir örvæntingarfullir – allir eru að ræða um ebólu,“ er haft eftir Bruno Sodatonou, 35 ára starfsmanni á veitingastað. „Við vitum ekki hvernig við eigum að verja okkur. Sumir klæðast nú hönskum og aðrir forðast að taka í höndina á öðru fólki.“ Malí og Gínea liggja saman og hefur lengi verið talið að líklegt að ebóla gæti brotist út í Malí vegna mikils straums fólks milli landanna. Ebólusmit Fanta hefur vakið sérstaka athygli þar sem hún ferðaðist um langa leið smituð af veirunni, sem þýðir að mögulega hafi fjölmargt fólk smitast af veirunni á leið hennar. „Ástand barnsins á rútuferðalaginu veldur okkur miklum áhyggjum þar sem það gaf fjölmarga möguleika á að smit bærist á milli manna, “ sagði starfsmaður WHO þegar hann greindi frá ebólusmiti Fanta. Rúturnar sem fara milli landanna eru vanalega mikið troðnar þar sem fullorðnir halda á börnum og farþegar neyðast margir til að standa. Unnið er að því að kortleggja leið Fanta og ömmunar, en rútan sem þær ferðuðust með kom við í borgunum Keweni, Kankan, Sigouri, Kouremale og höfuðborginni Bamako.
Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira