Heilsa

Brownies með hnetusmjöri

Rikka skrifar
visir/disukokur

Hafdís Magnúsdóttir heldur úti girnilegu matarbloggi, sem hún kallar Dísukökur. Í uppskriftunum á síðunni er ekki að finna ögn af hefðbundum sykri og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja minnka sykurmagnið í mataræðinu. Þessi dásamlega súkkulaðikaka er ein af þessum frábærum uppskriftum.

Brownies með hnetusmjöri

60g smjör


60g sykurlaust súkkulaði


1 egg


1 eggjarauða

3 msk Fínmalað Erytrítól frá Via-Health eða sukrin melis


1/2 tsk vanillu extract eða dropar
6 dropar Via-health original stevía


1.5-2 msk ósykrað kakó


2 tsk eða msk af hnetusmjöri

Smjör og súkkulaði sett í pott og brætt á lágum hita. Egg, eggjarauða, strásæta, stevía og kakó þeitt vel saman í tvær mínútur.

Bætið súkkulaðið við og blandið vel. Smyrjið með smjöri tvö lítil eldföst mót (eins og maður notar fyrir creme brulee) Setjið helminginn af deiginu í formin, setjið sitthvora tsk eða msk af hnetusmjöri í mitt formið og svo hellið rest af deigi yfir. Bakið við 190C° í 10-12 mínútur. Látið kólna. Notið hníf til að losa kökuna frá hliðum formsins og setjið á disk. Setjið smá fínmalaða strásætu yfir og berið fram með þeyttum rjóma.

 

 


Tengdar fréttir

Hollar amerískar pönnukökur

Hollar og bragðgóðar amerískar pönnukökur sem einfalt er að búa til og tilvaldar í brönsinn um helgar eða á sparídögum

Sykurlausar gulrótarkökur

Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.