Heilsuvísir

Dásamlegt smjörkaffi Þorbjargar

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti og hefur gefið út bækur um heilsutengd málefni bæði hérlendis og í Danmörku.
Þorbjörg ásamt Sollu Eiríks og Völu Matt færir okkur góð heilsuráð og uppskriftir í hverri viku í sjónvarpsþættinum Heilsugengið sem hóf aftur göngu sína í haust á Stöð 2.

Uppskrift:
2-3 tsk. lífrænt instant-kaffi
3 dl sjóðandi vatn
1 kúfuð matskeið lífræn kókosolía
½ matskeið kakósmjör
1 smjörklípa, EKKI smjörvi!
2 matskeiðar rjómi
Vanilla eftir smekk

Byrjið á því að búa til kaffið. Hellið því næst hinum hráefnunum saman við og blandið saman með töfrasprota. Einnig er hægt að búa til kaffidrykkinn í blandara. Þá er hann hafður á lægstu stillingu fyrst og svo á hæstu síðustu 15 sekúndurnar. Hellið smjörkaffinu í stórt latte-glas eða fallegan bolla og njótið.

Ef þú ert að fara að fara beint í ræktina mæli ég með því að þú sleppir kókosolíunni en í notir í staðinn MCT-olíu.

Hér er svo heilsugengið á Facebook.


Tengdar fréttir

Mataræði algjört lykilatriði

Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Gestir þáttarins í kvöld eru Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.