Heilsa

Dásamlegt smjörkaffi Þorbjargar

Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti og hefur gefið út bækur um heilsutengd málefni bæði hérlendis og í Danmörku.

Þorbjörg ásamt Sollu Eiríks og Völu Matt færir okkur góð heilsuráð og uppskriftir í hverri viku í sjónvarpsþættinum Heilsugengið sem hóf aftur göngu sína í haust á Stöð 2.Uppskrift:

2-3 tsk. lífrænt instant-kaffi

3 dl sjóðandi vatn

1 kúfuð matskeið lífræn kókosolía

½ matskeið kakósmjör

1 smjörklípa, EKKI smjörvi!

2 matskeiðar rjómi

Vanilla eftir smekkByrjið á því að búa til kaffið. Hellið því næst hinum hráefnunum saman við og blandið saman með töfrasprota. Einnig er hægt að búa til kaffidrykkinn í blandara. Þá er hann hafður á lægstu stillingu fyrst og svo á hæstu síðustu 15 sekúndurnar. Hellið smjörkaffinu í stórt latte-glas eða fallegan bolla og njótið.Ef þú ert að fara að fara beint í ræktina mæli ég með því að þú sleppir kókosolíunni en í notir í staðinn MCT-olíu.Hér er svo heilsugengið á Facebook.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Mataræði algjört lykilatriði

Heilsugengið hefur göngu sína á ný í kvöld á Stöð 2. Gestir þáttarins í kvöld eru Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.