Róbert: Við klúðruðum þessu sjálfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 15:15 Róbert í kunnulegri stöðu á línunni. Vísir/Getty Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og PSG í Frakklandi, segir að strákarnir vilji bæta fyrir slæma frammistöðu í leikjunum gegn Bosníu í júní í sumar. Ísland tapaði óvænt fyrir Bosníu og varð þar með af sæti á HM í Katar sem fer fram í janúar. Það var mikið áfall fyrir landsliðið og leikmenn héldu inn í sumarfríið með óbragð í munni. „Við viljum fyrst og fremst sýna að við erum ekki svona lélegir,“ sagði Róbert en Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. „Öllum svíður að hafa farið inn í sumarið eins og við gerðum. Við fórum í góða naflaskoðun og komum einbeittir inn í þessa leiki nú. Við viljum gera þetta almennilega aðallega fyrir okkur sjálfa.“ Líkt og ítarlega hefur verið fjalla um ákvað Alþjóðahandknattleikssamandið, IHF, að draga keppnisrétt Eyjaálfu til baka og veita Þýskalandi, þó svo að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð EHF. HSÍ fór með málið í dómstólakerfi IHF en þrátt fyrir að niðurstöðu sé enn beðið er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða í Katar. Róbert segir að umræðan um kæruna og málinu öllu hafi ekki haft áhrif á liðið. „Ég leit aldrei svo á þetta mál að þetta væri leið inn á mótið fyrir okkur. Við klúðruðum þessu sjálfir og þar með var þetta bara búið.“ „Það má hins vegar alveg deila um hvers konar trúverðugleika handboltahreyfingin hefur sem stofnun þegar svona lagað gerist. Þetta hefur rifið okkur niður sem handboltaeiningu.“ „En þetta er ekki bara svona í handbolta. Svona lagað hefur líka gerst í körfunni og spillingin er enn stærri í fótboltanum - hún er kannski bara of augljós þar. Þetta er því miður alls staðar.“ Róbert segist ekki þekka mikið til liðs Ísraels en segir enga hættu á því að strákarnir vanmeti andstæðing kvöldsins. „Hins vegar er það svo að við eigum að vinna Ísrael - og það segi ég ekki með nefið upp í loftið. Við þurfum fyrst og fremst að spila aftur saman sem lið og finna aftur til öryggis innan liðsins.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og PSG í Frakklandi, segir að strákarnir vilji bæta fyrir slæma frammistöðu í leikjunum gegn Bosníu í júní í sumar. Ísland tapaði óvænt fyrir Bosníu og varð þar með af sæti á HM í Katar sem fer fram í janúar. Það var mikið áfall fyrir landsliðið og leikmenn héldu inn í sumarfríið með óbragð í munni. „Við viljum fyrst og fremst sýna að við erum ekki svona lélegir,“ sagði Róbert en Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. „Öllum svíður að hafa farið inn í sumarið eins og við gerðum. Við fórum í góða naflaskoðun og komum einbeittir inn í þessa leiki nú. Við viljum gera þetta almennilega aðallega fyrir okkur sjálfa.“ Líkt og ítarlega hefur verið fjalla um ákvað Alþjóðahandknattleikssamandið, IHF, að draga keppnisrétt Eyjaálfu til baka og veita Þýskalandi, þó svo að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð EHF. HSÍ fór með málið í dómstólakerfi IHF en þrátt fyrir að niðurstöðu sé enn beðið er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða í Katar. Róbert segir að umræðan um kæruna og málinu öllu hafi ekki haft áhrif á liðið. „Ég leit aldrei svo á þetta mál að þetta væri leið inn á mótið fyrir okkur. Við klúðruðum þessu sjálfir og þar með var þetta bara búið.“ „Það má hins vegar alveg deila um hvers konar trúverðugleika handboltahreyfingin hefur sem stofnun þegar svona lagað gerist. Þetta hefur rifið okkur niður sem handboltaeiningu.“ „En þetta er ekki bara svona í handbolta. Svona lagað hefur líka gerst í körfunni og spillingin er enn stærri í fótboltanum - hún er kannski bara of augljós þar. Þetta er því miður alls staðar.“ Róbert segist ekki þekka mikið til liðs Ísraels en segir enga hættu á því að strákarnir vanmeti andstæðing kvöldsins. „Hins vegar er það svo að við eigum að vinna Ísrael - og það segi ég ekki með nefið upp í loftið. Við þurfum fyrst og fremst að spila aftur saman sem lið og finna aftur til öryggis innan liðsins.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15