Róbert: Við klúðruðum þessu sjálfir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2014 15:15 Róbert í kunnulegri stöðu á línunni. Vísir/Getty Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og PSG í Frakklandi, segir að strákarnir vilji bæta fyrir slæma frammistöðu í leikjunum gegn Bosníu í júní í sumar. Ísland tapaði óvænt fyrir Bosníu og varð þar með af sæti á HM í Katar sem fer fram í janúar. Það var mikið áfall fyrir landsliðið og leikmenn héldu inn í sumarfríið með óbragð í munni. „Við viljum fyrst og fremst sýna að við erum ekki svona lélegir,“ sagði Róbert en Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. „Öllum svíður að hafa farið inn í sumarið eins og við gerðum. Við fórum í góða naflaskoðun og komum einbeittir inn í þessa leiki nú. Við viljum gera þetta almennilega aðallega fyrir okkur sjálfa.“ Líkt og ítarlega hefur verið fjalla um ákvað Alþjóðahandknattleikssamandið, IHF, að draga keppnisrétt Eyjaálfu til baka og veita Þýskalandi, þó svo að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð EHF. HSÍ fór með málið í dómstólakerfi IHF en þrátt fyrir að niðurstöðu sé enn beðið er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða í Katar. Róbert segir að umræðan um kæruna og málinu öllu hafi ekki haft áhrif á liðið. „Ég leit aldrei svo á þetta mál að þetta væri leið inn á mótið fyrir okkur. Við klúðruðum þessu sjálfir og þar með var þetta bara búið.“ „Það má hins vegar alveg deila um hvers konar trúverðugleika handboltahreyfingin hefur sem stofnun þegar svona lagað gerist. Þetta hefur rifið okkur niður sem handboltaeiningu.“ „En þetta er ekki bara svona í handbolta. Svona lagað hefur líka gerst í körfunni og spillingin er enn stærri í fótboltanum - hún er kannski bara of augljós þar. Þetta er því miður alls staðar.“ Róbert segist ekki þekka mikið til liðs Ísraels en segir enga hættu á því að strákarnir vanmeti andstæðing kvöldsins. „Hins vegar er það svo að við eigum að vinna Ísrael - og það segi ég ekki með nefið upp í loftið. Við þurfum fyrst og fremst að spila aftur saman sem lið og finna aftur til öryggis innan liðsins.“ Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og PSG í Frakklandi, segir að strákarnir vilji bæta fyrir slæma frammistöðu í leikjunum gegn Bosníu í júní í sumar. Ísland tapaði óvænt fyrir Bosníu og varð þar með af sæti á HM í Katar sem fer fram í janúar. Það var mikið áfall fyrir landsliðið og leikmenn héldu inn í sumarfríið með óbragð í munni. „Við viljum fyrst og fremst sýna að við erum ekki svona lélegir,“ sagði Róbert en Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni. „Öllum svíður að hafa farið inn í sumarið eins og við gerðum. Við fórum í góða naflaskoðun og komum einbeittir inn í þessa leiki nú. Við viljum gera þetta almennilega aðallega fyrir okkur sjálfa.“ Líkt og ítarlega hefur verið fjalla um ákvað Alþjóðahandknattleikssamandið, IHF, að draga keppnisrétt Eyjaálfu til baka og veita Þýskalandi, þó svo að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð EHF. HSÍ fór með málið í dómstólakerfi IHF en þrátt fyrir að niðurstöðu sé enn beðið er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða í Katar. Róbert segir að umræðan um kæruna og málinu öllu hafi ekki haft áhrif á liðið. „Ég leit aldrei svo á þetta mál að þetta væri leið inn á mótið fyrir okkur. Við klúðruðum þessu sjálfir og þar með var þetta bara búið.“ „Það má hins vegar alveg deila um hvers konar trúverðugleika handboltahreyfingin hefur sem stofnun þegar svona lagað gerist. Þetta hefur rifið okkur niður sem handboltaeiningu.“ „En þetta er ekki bara svona í handbolta. Svona lagað hefur líka gerst í körfunni og spillingin er enn stærri í fótboltanum - hún er kannski bara of augljós þar. Þetta er því miður alls staðar.“ Róbert segist ekki þekka mikið til liðs Ísraels en segir enga hættu á því að strákarnir vanmeti andstæðing kvöldsins. „Hins vegar er það svo að við eigum að vinna Ísrael - og það segi ég ekki með nefið upp í loftið. Við þurfum fyrst og fremst að spila aftur saman sem lið og finna aftur til öryggis innan liðsins.“
Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Leikstjórnandi landsliðsins skorar yfir átta mörk í leik í frönsku 1. deildinni. 28. október 2014 15:00
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Verður liðsfélagi Guðjóns Vals keyptur í landslið Katar? Danijel Saric, markvörður Barcelona og liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar, er einn besti markvörður heims og nú gæti þessi snjalli markvörður spilað fyrir nýtt landslið á HM 2015. 28. október 2014 23:45
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15