„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 06:45 Snorri Steinn Guðjónsson á landsliðsæfingu í gær. fréttablaðið/stefán Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“ Handbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“
Handbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira