„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2014 06:45 Snorri Steinn Guðjónsson á landsliðsæfingu í gær. fréttablaðið/stefán Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“ Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Íslenskur handbolti varð fyrir áfalli í sumar er íslenska landsliðið tapaði fyrir Bosníu í umspili fyrir HM 2015 sem fer fram í Katar í janúar. Vonbrigðin voru mikil en leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson segir að strákarnir ætli sér að bæta fyrir það með því að tryggja Íslandi sæti á EM 2016. Ísland mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppninni í Laugardalshöllinni annað kvöld og landsliðið kom saman og æfði í gær. Snorri Steinn sagði að það hefði tekið góðan hluta af sumrinu að hrista vonbrigðin af sér. „Þetta var áfall og þetta helltist fyrst yfir mann daginn eftir leik. Þetta var bæði slæmt upp á möguleika okkar hvað næstu Ólympíuleika varðar. Við höfum heldur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti,“ segir Snorri Steinn og bætir við: „Þetta var bara skita. Svo einfalt er það. Við sem höfum verið lengi saman í landsliðinu erum að eldast og eigum ekki tíu stórmót eftir. Hvert þeirra sem við eigum eftir telur.“ Meðal þeirra liða sem einnig urðu af sæti á HM í Katar var Þýskaland. En sem kunnugt er beitti Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, sér fyrir því að Þjóðverjar kæmust inn á mótið. Ákveðið var að afturkalla keppnisrétt Ástralíu og veita Þýskalandi þó svo að Ísland hefði verið útnefnd fyrsta varaþjóð Handknattleikssambands Evrópu. Margir töldu að raunverulegar ástæður þessa væru markaðshagsmunir og ekki síst áhorfstölur í sjónvarpi sem dvína mjög ef þýska landsliðið er ekki meðal þátttökuþjóða, eins og dæmin sanna. HSÍ mótmælti þessari ákvörðun sterklega og fór með málið í dómsferli sem nú er í gangi. Það er þó ljóst að ákvörðuninni verður ekki breytt úr þessu. Snorri Steinn segist aldrei hafa bundið vonir við að Ísland yrði skyndilega hleypt inn á mótið. „Það er kannski ljótt að segja það en ég skil af hverju Þýskaland er þarna inni. Maður ætti í raun að segja sem minnst um þetta en handboltinn er bananasport að þessu leyti og ekki nógu stórt á heimsvísu. Ég á mjög erfitt með að ímynda mér að svona lagað myndi gerast í fótboltanum og þetta mál er bara kjánalegt fyrir handboltann.“ Hann segir að leikmenn hafi einsett sér að komast á EM 2016 en fyrstu leikirnir í undankeppninni verða nú í vikunni – gegn Ísrael hér heima annað kvöld og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudag. Serbía er einnig í riðlinum en tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram. „Það var áfall fyrir okkur strákana, landsliðið og handboltann í heild sinni að við komumst ekki á HM. Þess vegna verður það enn mikilvægara að komast inn á næsta mót. Við vitum að það verður gríðarlega mikilvægt að fá fjögur stig úr þessum tveimur leikjum því ef við töpum stigum nú verðum við komnir út í horn. Það er staða sem við nennum ekki að vera í.“ Ísland er sigurstranglegra í leiknum en Snorri Steinn segir enga hættu á vanmati. „En auðvitað eigum við að vinna Ísrael á heimavelli – þó svo að við höfum tapað fyrir Bosníu. Allt annað væri bara slys.“
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira