Snorri Steinn: Stefni ekki að því að skora meira en Guðjón Valur Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2014 15:00 Snorri fer framhjá Guðjóni Val á æfingu landsliðsins í gær. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur öðlast nýtt líf hjá liði sínu Sélestad í Frakklandi. Vegna meiðsla hjá Sélestad þarf Snorri Steinn að sinna öðruvísi hlutverki en Íslendingar hafa séð hann spila með landsliðinu undanfarin ár; hann þarf að skjóta mun meira. Snorri Steinn raðar nú inn mörkum í Frakklandi og er búinn að skora 57 mörk í sex leikjum eða 8,14 mörk í leik. Þá er hann með skotnýtingu upp á 61,9 prósent sem er ekki amalegt. Það var létt yfir Snorra á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort hann myndi nokkuð gefa boltann í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016 annað kvöld gegn Ísrael. „Nei, ég er alveg hættur því,“ svaraði hann og uppskar hlátrasköll í salnum. „En að öllu gamni slepptu þá er ég bara í öðruvísi hlutverki hjá mínu liði úti þannig ég býst ekki við að taka 15 skot á morgun. En ef ég skora 15 mörk úr 15 skotum þá verður það bara fínt,“ sagði Snorri. Hann sat einu sæti frá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða Íslands, sem varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í sumar og er þekktur fyrir það að raða inn mörkum í landsleikjum. „Ég er ekkert búinn að gefa það út að ég ætla að skora meira en Guðjón Valur eða neitt svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur öðlast nýtt líf hjá liði sínu Sélestad í Frakklandi. Vegna meiðsla hjá Sélestad þarf Snorri Steinn að sinna öðruvísi hlutverki en Íslendingar hafa séð hann spila með landsliðinu undanfarin ár; hann þarf að skjóta mun meira. Snorri Steinn raðar nú inn mörkum í Frakklandi og er búinn að skora 57 mörk í sex leikjum eða 8,14 mörk í leik. Þá er hann með skotnýtingu upp á 61,9 prósent sem er ekki amalegt. Það var létt yfir Snorra á blaðamannafundi í dag, aðspurður hvort hann myndi nokkuð gefa boltann í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2016 annað kvöld gegn Ísrael. „Nei, ég er alveg hættur því,“ svaraði hann og uppskar hlátrasköll í salnum. „En að öllu gamni slepptu þá er ég bara í öðruvísi hlutverki hjá mínu liði úti þannig ég býst ekki við að taka 15 skot á morgun. En ef ég skora 15 mörk úr 15 skotum þá verður það bara fínt,“ sagði Snorri. Hann sat einu sæti frá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða Íslands, sem varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins í sumar og er þekktur fyrir það að raða inn mörkum í landsleikjum. „Ég er ekkert búinn að gefa það út að ég ætla að skora meira en Guðjón Valur eða neitt svoleiðis,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15 „Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45 Aron tafðist í Svíþjóð Biluð flugvél seinkaði komu Arons Rafns til landsins. 28. október 2014 06:00 Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15 Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Landsliðsfyrirliðinn segist hafa fundið fyrir andlegri þreytu í hópnum í sumar þegar handboltalandsliðinu mistókst að komast á HM. 27. október 2014 14:15
„Handboltinn er bananasport að þessu leyti“ Snorri Steinn Guðjónsson segir að hann hafi skilning á þeirri ákvörðun að hleypa Þýskalandi á HM í Katar. 28. október 2014 06:45
Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga Karlalandsliðið í handbolta fær góðan liðsstyrk fyrir leikinn gegn Svartfellingum á sunnudaginn. 28. október 2014 14:15
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15