Sport

Stúlkurnar í þriðja sæti eftir forkeppnina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kolbrún Þöll Þorradóttir var prinsessan í Höllinni í kvöld.
Kolbrún Þöll Þorradóttir var prinsessan í Höllinni í kvöld. mynd/facebook-síða mótsins
Stúlknalandsliðið Íslands í hópfimleikum er í þriðja sæti eftir forkeppni í unglingaflokki, en með keppni í honum lauk glæsilegum fyrsta keppnisdegi í Laugardalshöll.

Okkar stúlkur fengu 18,816 fyrir gólfæfingar, 15,800 fyrir stökk og 14,450 fyrir æfingar á dýnu. Í heildina fékk liðið 49,866 stig.

Kolbrún Þöll Þorradóttir, fyrirliði stúlknaliðsins, stal senunni í kvöld, en hún náði mikilli hæð í stökkum sínum og lenti þeim öllum með bros á vör við mikla hrifningu áhorfenda.

Sænsku stúlkurnar eru í fyrsta sæti eftir forkeppnina með 51,133 stig, en þær fengu bestu einkunn á gólfi og á dýnu. Danir höfnuðu í þriðja sæti og Finnar eru í því fjórða á eftir íslenska liðinu.

Keppni heldur áfram á morgun en þá fer fram forkeppni í fullorðinsflokki kvenna, karla og blandaðra liða.

Nánari upplýsingar um úrslit og fréttir af mótinu má finna hér og svo má sjá myndir og myndbönd á Facebook-síðu mótsins hér.

mynd/facebook-síða mótsins
mynd/facebook-síða mótsins

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×