Algjör undantekning ef ferðamenn fá að greiða með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 16:09 Frá Seyðisfirði. VÍSIR/EINAR BRAGI/ANTON „Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Við reynum að setja verkferla til að fyrirbyggja að lögreglumenn geti verið vændir um að misnota fé,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumaður á Seyðisfirði sætir rannsókn en hann liggur undir grun að hafa stungið sektargreiðslum frá erlendum ferðamönnum vegna hraðaaksturs í eigin vasa.Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í dag eru lögreglumenn úti á landi iðullega einir í bílum sínum. Því er oft enginn til vitnis um það sem fram fer en hljóð- og myndupptökubúnaður í bílunum á að hjálpa til við það. Rannsókn lögreglu miðar meðal annars að því að skoða upptökurnar nokkra mánuði aftur í tímann. Aðspurður hvaða háttarlag sé haft þegar lögreglumenn sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur segir Guðbrandur að lögreglumaður skrifi vettvangsskýrslu. Hún sé svo lesin yfir af viðkomandi ökumanni til staðfestingar um að hann sé samþykkur því sem haft er eftir honum. Því næst hefur viðkomandi val um hvort hann fái sektarboð sent eða greiði á staðnum, með kreditkorti. Ástæðan fyrir því sé aðallega ein. „Markhópurinn er útlendingar til að missa þá ekki úr landi áður en þeir greiða sekt sína,“ segir Guðbrandur. Hins vegar stendur aðeins til boða að greiða með kreditkortum, ekki reiðufé. „Það er ekki tekið við sektargreiðslum í beinhörðum peningum hjá LRH,“ segir Guðbrandur og telur víst að svo sé á landsvísu.Mynd/Lögreglan.isAlgjör undantekning að greitt sé með reiðufé Hermann Ívarsson, varðstjóri á Blönduósi, segir í samtali við Vísi að farið sé eftir sömu meginreglu á Blönduósi. Hann segir til í dæminu að sektir séu greiddar í reiðufé til að koma í veg fyrir að viðkomandi sleppi við að greiða sekt en það sé algjör undantekning. „Fasta reglan er sú að tekið er við kortum eða þá reikningurinn sendur á heimili eða einkabanka,“ segir Hermann. Guðbrandur segir aðstæður vissulega aðrar úti á landi en í borginni. Bíltúr á Kjalarnesi á lögreglustöðina taki kannski 25 mínútur. Í undantekningartilfellum séu umferðarlagabrjótar færðir á lögreglustöð á skrifstofutíma þar sem þeir geta greitt sekt sína í reiðufé. Lögreglumaður úti á landi getur hins vegar verið í 300 kílómetra fjarlægð frá starfsstöð sinni eins og þekkist á Vestfjörðum. Um tvo ólíka þætti að ræða. Hlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglum, fylla út skýrsluna og senda greiðsluseðil á viðkomandi. Svo sjái sektarmiðstöðin um að innheimta sektir. Sé viðkomandi farinn af landi brott verði svo að vera. Ekki sé lögð vinna í að hafa uppi á ökumönnunum erlendis. Þar spili inn í að Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Auk þess verði að velta fyrir sér hve miklum fjármunum eigi að verja í að innheimta sekt upp á nokkra þúsundkalla. Hins vegar sé brotið þeim mun alvarlegra og sektin há þurfi að loka þeim málum og færa þá ferðamenn á lögreglustöð til að ganga frá málum. Sekt við hraðaakstri geti numið 100-150 þúsund krónum.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent