Hlunkarnir vigtaðir Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 2. október 2014 17:48 Fyrsta vigtun í megrunarkeppni þeirra Ragnars Sót Gunnarssonar og Gústafs Níelssonar fór fram í morgun, og voru tölurnar sláandi. „Þetta voru laglegar tölur. Ég lagði strax af um 600 grömm með fyrstu sundferð. Það vantaði ekkert uppá það,“ segir Ragnar Sót Gunnarsson drjúgur með sig að vanda. Hann lætur það ekkert slá sig út af laginu þó tölur í vigtun í morgun hafi verið honum frekar í óhag. Hann er 130,15 kíló en keppinautur hans í mikilli megrunarkeppni sem hófst í morgun, Gústaf Níelsson, var ekki „nema“ 126,65.„Þetta voru laglegar tölur,“ segir Ragnar.vísir/pjeturÞeir nutu saltkjets í gær á BSÍ en nú tekur alvaran við. Hún sem er í afgreiðslu Sundlaugar Árbæjar hélt því fram fullum fetum við tíðandamann Vísis að „þessir menn, þeir synda aldrei.“ Ragnar segir þetta rétt vera. „En, nú er nýr lífsstíll í gangi. Við létum okkur hafa það að fara í kjölfarið á Laugaás þar sem við gúffuðum í okkur gratíneruðum plokkfisk í hádeginu.“ Eins og Vísir kynnti í gær, þá hafa þeir félagar góðfúslega fallist á að fjölmiðillinn fái að fylgjast með keppninni sem stendur til 12. desember, eða í næstu 10 vikur.vísir/pjetur„Nei, ég þarf bara að éta helmingi minna og drekka bara annan hvern vodkasnaps, þá held ég þetta komi nú allt saman í rólegheitum. Og rólegir göngutúrar með konunni,“ segir Ragnar spurður hvort skelfilegir tímar, við sult og seyru, blasi ekki við. Svo er að heyra að þessi gamla íþróttastjarna sem var, vilji frekar hlífa sér en hitt við megrunina. Næsta vigtun er eftir tíu daga og þá verður spennandi að sjá hvernig þeim miðar í kappi sínu við að fækka kílóunum.Á vigtinni.vísir/pjetur Tengdar fréttir Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Fyrsta vigtun í megrunarkeppni þeirra Ragnars Sót Gunnarssonar og Gústafs Níelssonar fór fram í morgun, og voru tölurnar sláandi. „Þetta voru laglegar tölur. Ég lagði strax af um 600 grömm með fyrstu sundferð. Það vantaði ekkert uppá það,“ segir Ragnar Sót Gunnarsson drjúgur með sig að vanda. Hann lætur það ekkert slá sig út af laginu þó tölur í vigtun í morgun hafi verið honum frekar í óhag. Hann er 130,15 kíló en keppinautur hans í mikilli megrunarkeppni sem hófst í morgun, Gústaf Níelsson, var ekki „nema“ 126,65.„Þetta voru laglegar tölur,“ segir Ragnar.vísir/pjeturÞeir nutu saltkjets í gær á BSÍ en nú tekur alvaran við. Hún sem er í afgreiðslu Sundlaugar Árbæjar hélt því fram fullum fetum við tíðandamann Vísis að „þessir menn, þeir synda aldrei.“ Ragnar segir þetta rétt vera. „En, nú er nýr lífsstíll í gangi. Við létum okkur hafa það að fara í kjölfarið á Laugaás þar sem við gúffuðum í okkur gratíneruðum plokkfisk í hádeginu.“ Eins og Vísir kynnti í gær, þá hafa þeir félagar góðfúslega fallist á að fjölmiðillinn fái að fylgjast með keppninni sem stendur til 12. desember, eða í næstu 10 vikur.vísir/pjetur„Nei, ég þarf bara að éta helmingi minna og drekka bara annan hvern vodkasnaps, þá held ég þetta komi nú allt saman í rólegheitum. Og rólegir göngutúrar með konunni,“ segir Ragnar spurður hvort skelfilegir tímar, við sult og seyru, blasi ekki við. Svo er að heyra að þessi gamla íþróttastjarna sem var, vilji frekar hlífa sér en hitt við megrunina. Næsta vigtun er eftir tíu daga og þá verður spennandi að sjá hvernig þeim miðar í kappi sínu við að fækka kílóunum.Á vigtinni.vísir/pjetur
Tengdar fréttir Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn og nautnabelgir, hafa ákveðið að keppa í megrun. 1. október 2014 16:00