Tveir þekktir hlunkar keppa í megrun Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2014 16:00 Þeir voru ekki sultarlegir á svipinn, nautnabelgirnir Ragnar og Gústaf þegar þeir hámuðu í sig saltkjetið. En, á morgun tekur alvaran við. visir/pjetur „Jájá, þetta smakkaðist vel,“ segir Ragnar Sót sem kjamsar á því sem kallast Síðasta máltíðin. Og hún var valin af kostgæfni: Saltkjöt og baunir og það slöfruðu þeir félagar í sig á BSÍ, hinir ánægðustu. Og nutu hvers bita því nú tekur alvaran við. Þeir félagar Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn, eru orðnir alltof þungir. Svo það sé sagt alveg eins og er. Fjallmyndalegir en, of skvapaðir. Ragnar er kominn í 130 kíló... „Neinei, 129,7,“ grípur Ragnar inní. Einmitt. Þeir hafa því ákveðið að skora hvor á annan í megrun. Keppnin mun standa í sex vikur og sá sem hefur náð af sér fleiri kílóum, hann sigrar. Þeir félagar hafa góðfúslega fallist á það að Vísir fái að fylgjast með þessari keppni sem hefst með vigtun í Árbæjarlaug strax fyrir hádegi á morgun. „Við erum búnir að spá lengi í þetta og vorum í megrunarátaki í vetur, báðir tveir. Þar sem ég burstaði Gústa, þegar ég skreið niður fyrir 120 kílóin,“ segir Ragnar og telur sigurinn vísan.En, nú hefur svona opinbert megrunarátak reynst misvel, ef við til dæmis lítum til frægasta hlunks Íslands, Gauja litla?„Það er þess vegna sem við stofnuðum þetta lífsleiknifélag, Lipurtá, og í þetta félag geta allir gengið sem eru 125 kíló plús. Já, miklir nautnabelgir og afskaplega lítið fyrir að hreyfa okkur. Þannig að þetta mun taka á. En, ég er nú gömul íþróttastjarna og Íslandsmeistari í nokkrum íþróttagreinum þannig að það er bara að rifja upp gamla takta og þá er ég nokkuð viss um að þetta verði leikur einn.“ Ragnar segir að nú sé verið að athuga hvort vert sé að setja upp veðbanka í tengslum við þessa keppni en þá verði búið svo um hnúta að engin lög verði brotin vegna þessa. „En, það er klárt að sigurvegarinn í keppninni mun sitja fyrir nakinn á Ísbjarnarskinni þegar þessu er lokið,“ segir Ragnar og gefur ekkert fyrir að slík myndataka, sem mun fara fram á vegum Vísis, geti talist á gráu svæði gagnvart lögum. Hér fyrir neðan má heyra Ragnar syngja lagið Aukakílóin með hljómsveit sinni Skriðjöklum. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira
„Jájá, þetta smakkaðist vel,“ segir Ragnar Sót sem kjamsar á því sem kallast Síðasta máltíðin. Og hún var valin af kostgæfni: Saltkjöt og baunir og það slöfruðu þeir félagar í sig á BSÍ, hinir ánægðustu. Og nutu hvers bita því nú tekur alvaran við. Þeir félagar Ragnar Sót Gunnarsson og Gústaf Níelsson, athafnamenn, eru orðnir alltof þungir. Svo það sé sagt alveg eins og er. Fjallmyndalegir en, of skvapaðir. Ragnar er kominn í 130 kíló... „Neinei, 129,7,“ grípur Ragnar inní. Einmitt. Þeir hafa því ákveðið að skora hvor á annan í megrun. Keppnin mun standa í sex vikur og sá sem hefur náð af sér fleiri kílóum, hann sigrar. Þeir félagar hafa góðfúslega fallist á það að Vísir fái að fylgjast með þessari keppni sem hefst með vigtun í Árbæjarlaug strax fyrir hádegi á morgun. „Við erum búnir að spá lengi í þetta og vorum í megrunarátaki í vetur, báðir tveir. Þar sem ég burstaði Gústa, þegar ég skreið niður fyrir 120 kílóin,“ segir Ragnar og telur sigurinn vísan.En, nú hefur svona opinbert megrunarátak reynst misvel, ef við til dæmis lítum til frægasta hlunks Íslands, Gauja litla?„Það er þess vegna sem við stofnuðum þetta lífsleiknifélag, Lipurtá, og í þetta félag geta allir gengið sem eru 125 kíló plús. Já, miklir nautnabelgir og afskaplega lítið fyrir að hreyfa okkur. Þannig að þetta mun taka á. En, ég er nú gömul íþróttastjarna og Íslandsmeistari í nokkrum íþróttagreinum þannig að það er bara að rifja upp gamla takta og þá er ég nokkuð viss um að þetta verði leikur einn.“ Ragnar segir að nú sé verið að athuga hvort vert sé að setja upp veðbanka í tengslum við þessa keppni en þá verði búið svo um hnúta að engin lög verði brotin vegna þessa. „En, það er klárt að sigurvegarinn í keppninni mun sitja fyrir nakinn á Ísbjarnarskinni þegar þessu er lokið,“ segir Ragnar og gefur ekkert fyrir að slík myndataka, sem mun fara fram á vegum Vísis, geti talist á gráu svæði gagnvart lögum. Hér fyrir neðan má heyra Ragnar syngja lagið Aukakílóin með hljómsveit sinni Skriðjöklum.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Sjá meira