Lífið

Hefur enga þolinmæði fyrir fötluðum

Félagarnir Hjálmar Örn Jóhannsson og Sigurður Hannes Ásgeirsson standa á bak við grínþættina Háska, sem sýndir verða hér á Vísi á næstu vikum.



Háski fjalla um misheppnaða rannsóknarblaðamanninn Hjálmar sem verður sjaldnast ágengt þar sem hann veður áfram af eigingirni, fáfræði og leti. 



Í fyrsta þættinum, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sekkur Hjálmar sér í málefni fatlaðra með vægast sagt misheppnuðum árangri. Hann móðgar meðal annars Steinunni Ásu Þorvaldsdóttur þegar hún mætir í viðtal við hann á Tjarnarbakkanum.

Óheppilegt skopskyn Hjálmar kemur einnig skemmtilega í ljós á austurlenskum veitingastað ásamt því að í ljós kemur að fyrrverandi kærasta Hjálmars virðist engan veginn geta gert honum grein fyrir því að þau voru aldrei í sambandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×