Lífið

Gerum fleiri bíómyndir um konur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jessica Chastainprýðir forsíðu tímaritsins Glamour sem kemur í verslanir vestan hafs þann 14. október.

Hún furðar sig á því af hverju fleiri konur eru ekki í aðalhlutverkum í kvikmyndum í Hollywood.

„Ég styð konur í Hollywood. Ég elska Meryl Streep. Hún er svo ótrúleg leikkona. En mér finnst eins og hún sé eina konan á þeim aldri sem fær hlutverk. Mig langar að sjá Jessicu Lange í kvikmynd aftur. Eða Susan Sarandon. Af hverju leikur Viola Davis ekki aðalhlutverk í bíómynd? Hún er ein af bestu, núlifandi leikkonunum. Og hvar eru asísku leikararnir og leikkonurnar? Ég er ekki að segja að við viljum ekki kvikmyndir um karlmenn. Ég er bara að segja að allir karlmenn sem ég þekki elska konur. Þannig að búum til sögur um þessar konur. Skrifum eitthvað fyrir þær strákar og rýmum fyrir kvenkyns handritshöfundum líka,“ segir Jessica í viðtali við tímaritið.

Jessica er tiltölulega nýorðin heimsfræg og er fegin því að hafa ekki orðið þekkt andlit á unglingsárunum.

„Það hefði verið hörmulegt. Ég myndi segja heimskulega hluti ef ég væri nítján ára og fengi þessa athygli. Ég hefði djammað meira.“

Hún opnar sig líka um einelti sem hún varð fyrir sem barn.

„Mér var sagt að ég væri ljót á hverjum degi í skólanum. Og að enginn vildi vera vinur minn. Mig langar að hjálpa þeim sem hafa lítið sjálfstraust ef ég get.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×