Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Eldstöðvar í Holuhrauni, mynd tekin 18. september 2014. Inn á hana eru settar þær nafngiftir sem vísindamenn hafa komið sér upp til þess að auðvelda umræður og dagleg skýrsluskrif. Mynd/Ármann Höskuldsson Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Bárðarbunga Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum.
Bárðarbunga Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira