Hversdagsrasismi Framsóknarflokksins Bjartur Steingrimsson skrifar 25. september 2014 13:57 Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál.
Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar