Hversdagsrasismi Framsóknarflokksins Bjartur Steingrimsson skrifar 25. september 2014 13:57 Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál.
Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun