Hversdagsrasismi Framsóknarflokksins Bjartur Steingrimsson skrifar 25. september 2014 13:57 Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14 „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld lögðu hagfræði- og stjórnmálafræðinemar í Háskóla Íslands leið sína í samkvæmi. Samkvæmið var haldið í húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötu en kom þó flokknum ekki við. Það er þó ekki frásögu færandi að leigja húsnæði stjórnmálaflokka nema fyrir þær sakir að á ákveðnum tímapunkti kvöldins birtust óvænt tveir borgarfulltrúar flokksins ásamt þingmanni. Myndband sem náðist af atburðinum sýnir einn borgarfulltrúann glaðværan með hvítvínsglas í hönd kynna annan þeirra fyrir hópnum með orðunum: ,,Hér er konan sem er á móti moskunni í Reykjavík...”. Vakti þetta mikla kátínu meðal þeirra flokkssystra og ekki síst þegar aðalnúmerið sveipaði gulu sjali sér um höfuð til að til að líkja eftir hefðbundnum höfuðklæðnaði múslímskra kvenna. Þar var að sjálfsögðu vísað í umræðu sem kviknaði vegna úthlutunar lóðar fyrir byggingu bænahúss Félags múslima á Íslandi í sveitarstjórnarkosningum síðasta vor. Eins og frægt er þá lagðist framboð Framsóknar og flugvallarvina eitt framboða gegn úthlutun lóðar til Félags múslima á Íslandi, á síbreytilegum og afar ruglingslegum forsendum. Þessi afstaða þeirra, sem teflt var fram á lokametrunum í kosningabaráttunni, þótti margt minna á kosningabrellu til að ala á kynþáttahatri og fordómum. Það sem kom í ljós, þegar kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins gerðust boðflennur í samkvæmi háskólanema, er að þeim þykir þetta ekki alvarlegt mál. Þegar bensínlaust framboð Framsóknar og flugvallarvina tefldi fram andúð gegn minnihlutahópi, sem hefur verið kerfisbundið mismunað um rétt sinn til að iðka trú sína og reisa bænahús í Reykjavík, þá þótti mörgum undirliggjandi fáfræði og fordómar samfélagsins koma skýrt fram á yfirborðið. Þá er rétt að spyrja sig hvort sé í rauninni verra; fólkið sem lætur ótta, fáfræði og fordóma stýra atkvæði sínu, eða þeir fulltrúar stjórnmálakerfisins sem eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá fáfræði til að kaupa sér kjörfylgi á síðustu stundu. Ljóst er að þessir kjörnu fulltrúar Framsóknarflokksins, sem myndaðir voru í spjalli sínu við háskólanema síðastliðinn föstudag, deila ekki þessum áhyggjum. Í þeirra huga er þessi samfélagsumræða, um stöðu ólíkra minnihluta- og þjóðernishópa, þeim ekki áhyggjuefni. Í þeirra huga er hún einungis kjánaleg, þeim stekkur bros á vör, hún er aðhlátursefni. Raunar sagðist einn borgarfulltrúinn í samtali við fréttastofu Vísis "setja spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi" og átti sennilega við að uppistand þeirra hafi einungis verið ætlað innan lokaðra dyra. Ég set spurningamerki við hvaða stað við erum komin á þegar hversdagslegur rasismi stjórnmálamanna þykir ekki mikið meira en gamanmál.
Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. 22. september 2014 19:14
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun