UFC 178: Er Alvarez einn besti léttvigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. september 2014 16:31 Donald Cerrone og Eddie Alvarez mætast í næst síðasta bardaga UFC 178. Vísir/Getty Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Árum saman hefur Eddie Alvarez verið talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Hann hefur þó aldrei barist í UFC en á því verður breyting á um helgina. Alvarez mætir Donald Cerrone á UFC 178 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Eddie Alvarez var léttvigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna og var af mörgum talinn einn besti léttvigtarmaður heims. Bellator er nú um mundir næst stærstu bardagasamtök heims (langt) á eftir UFC. Ekki voru allir sammála um að Alvarez væri eins góður og menn héldu þar sem hann hafði ekki barist við mörg stór nöfn. Lang flestir af bestu bardagamönnum heims berjast í UFC og því ekki um marga verðuga andstæðinga að ræða fyrir Alvarez. Af þeim sökum kaus hann að framlengja ekki samning sinn við Bellator og fékk samningstilboð frá UFC árið 2012. Vandamálið var að Bellator hafði svo kallaðan jöfnunarrétt (e. matching rights) við öll tilboð sem Alvarez bauðst og því neyddist hann til að endursemja við Bellator. Málið var ljótt og leiðinlegt og fór fyrir dómstóla en nánar má lesa um það á vef MMA Frétta hér. Eftir að nýr forseti tók við Bellator var Alvarez leyft að róa á önnur mið og var UFC ekki lengi að semja við hann. Fyrsti bardagi hans verður um helgina gegn hinum þrælskemmtilega og villta Donald Cerrone. Nú þegar Alvarez er kominn í UFC fær hann tækifæri til að sanna að hann sé einn besti léttvigtarmaður heims. Alvarez er góður boxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Þrátt fyrir að vera góður boxari er hann nánast alltaf kýldur niður á fyrstu mínútum bardagans en er iðulega fljótur að jafna sig. Donald Cerrone er góður sparkboxari en þrátt fyrir það hafa 15 af 24 sigrum hans komið eftir uppgjafartök. Cerrone á það til að kýla eða sparka andstæðinga sína niður og klára þá svo með uppgjafartökum í gólfinu á meðan þeir eru enn vankaðir. Cerrone hefur fengið frammistöðubónus (rothögg eða uppgjafartak kvöldsins) í síðustu fjórum bardögum sínum og eru miklar líkar á að bardagi morgundagsins verði besti bardagi kvöldsins (e. Fight of the night). Báðir bardagamenn mæta til að klára andstæðinga sína en ekki til að sigra á stigum og þegar tveir slíkir bardagamenn koma saman er von á flugeldasýningu í búrinu! UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Bardagar kvöldsins eru: Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30
UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. 25. september 2014 15:00