Sport

Mayweather stendur með Ray Rice

Floyd Mayweather.
Floyd Mayweather. vísir/getty
Þeir eru ekki margir sem þora að standa með ruðningskappanum Ray Rice í dag en boxarinn Floyd Mayweather er þó einn þeirra.

Í vikunni var birt myndband þar sem Rice sést rota unnustu sína í lyftu. Í kjölfarið var hann rekinn frá félagi sínu og settur í ótímabundið bann af NFL-deildinni. Ferli hans í deildinni er líklega lokið og verður hann fyrir vikið af tugum milljóna dollara.

Hann fékk upprunalega tveggja leikja bann en þetta myndband breytti algjörlega landslaginu. Mayweather finnst það skrítið og segir að NFL hafi átt að láta tveggja leikja bannið standa.

"Það eru mikli verri hlutir í gangi inn á heimilum fólks. Það næst bara ekki á myndband," sagði Mayweather en hann fékk að dúsa í steininum í tvo mánuði á sínum tíma fyrir að ganga í skrokk á þáverandi kærustu sinni.

NFL

Tengdar fréttir

Rice: Þarf að vera sterkur fyrir eiginkonuna mína

Ray Rice og eiginkona hans hafa óskað eftir því að fá frið frá fjölmiðlum eftir að myndband þar sem Ray sést rota hana í lyftu á hóteli lak á netið en hún virðist ætla að standa með sínum manni.

Lamdi ólétta unnustu sína

Ray McDonald, leikmaður San Francisco 49ers, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa gengið í skrokk á óléttri unnustu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×