Snyrtar augabrúnir: „Sigmundur Davíð er flottur og hugrakkur maður“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2014 14:00 Myndin lengst til hægri var tekin fyrir nokkrum dögum. Hér sést þróun augnbrúna Sigmundar vel en hann virðist hafa hugsað vel um þær lengi. „Sigmundur Davíð er flottur og hugrakkur maður að þora að hugsa vel um augabrúnirnar og ætti að vera mikil hvatning fyrir karlmenn landsins að snyrta augabrúnirnar á sama tíma og hárið er snyrt,“ segir hársnyrtimeistarinn og Kompaníkóngurinn Elvar Logi um augabrúnir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að augabrúnir Sigmundar Davíðs eru afar vel mótaðar og snyrtar. Ef litið er á gamlar myndir af forsætisráðherra sést líka að augabrúnirnar eru dekkri núna en þær voru á hans yngri árum. Elvar Logi.„Það fer ekki á milli mála að hann Sigmundur Davíð lætur plokka á milli augabrúnanna,“ segir Elvar Logi en Lífið á Vísi hefur einnig heimildir fyrir því að hann láti fylla uppí þær með augabrúnalit, sérstaklega þegar hann mætir í sjónvarpsviðtöl. Elvar Logi segir enn fremur að Sigmundur Davíð mætti gera enn betur í augabrúnasnyrtingunni. „Hann litar ekki augabrúnirnar með föstum lit og hárin eru alltof löng fyrir minn smekk.“ Elvar Logi brýnir fyrir karlmönnum sem vilja snyrta augabrúnirnar að gera það ekki sjálfir. „Látið fagmenn sjá um að snyrta, plokka, vaxa og lita brúnirnar. Ekki gera það sjálfir eða láta kærusturnar gera það. Verið svolítið flottir á því.“ Sigmundur Davíð er í góðum hópi karlmanna sem hugsa vel um augabrúnirnar sínar en alþekkt er í Hollywood að stærstu leikarar heims séu vel snyrtir á þessu svæði, svo sem Brad Pitt, Ryan Reynolds og Zac Efron. Þá eru íþróttamenn einnig duglegir við að snyrta brúnirnar og er knattspyrnugoðið David Beckham gott dæmi um það.David Beckham, Brad Pitt og Ryan Reynolds.vísir/getty Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Sigmundur Davíð er flottur og hugrakkur maður að þora að hugsa vel um augabrúnirnar og ætti að vera mikil hvatning fyrir karlmenn landsins að snyrta augabrúnirnar á sama tíma og hárið er snyrt,“ segir hársnyrtimeistarinn og Kompaníkóngurinn Elvar Logi um augabrúnir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Einhverjir hafa eflaust tekið eftir því að augabrúnir Sigmundar Davíðs eru afar vel mótaðar og snyrtar. Ef litið er á gamlar myndir af forsætisráðherra sést líka að augabrúnirnar eru dekkri núna en þær voru á hans yngri árum. Elvar Logi.„Það fer ekki á milli mála að hann Sigmundur Davíð lætur plokka á milli augabrúnanna,“ segir Elvar Logi en Lífið á Vísi hefur einnig heimildir fyrir því að hann láti fylla uppí þær með augabrúnalit, sérstaklega þegar hann mætir í sjónvarpsviðtöl. Elvar Logi segir enn fremur að Sigmundur Davíð mætti gera enn betur í augabrúnasnyrtingunni. „Hann litar ekki augabrúnirnar með föstum lit og hárin eru alltof löng fyrir minn smekk.“ Elvar Logi brýnir fyrir karlmönnum sem vilja snyrta augabrúnirnar að gera það ekki sjálfir. „Látið fagmenn sjá um að snyrta, plokka, vaxa og lita brúnirnar. Ekki gera það sjálfir eða láta kærusturnar gera það. Verið svolítið flottir á því.“ Sigmundur Davíð er í góðum hópi karlmanna sem hugsa vel um augabrúnirnar sínar en alþekkt er í Hollywood að stærstu leikarar heims séu vel snyrtir á þessu svæði, svo sem Brad Pitt, Ryan Reynolds og Zac Efron. Þá eru íþróttamenn einnig duglegir við að snyrta brúnirnar og er knattspyrnugoðið David Beckham gott dæmi um það.David Beckham, Brad Pitt og Ryan Reynolds.vísir/getty
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira