"Ég hef því miður ekki góðar fréttir“ Ellý Ármanns skrifar 18. ágúst 2014 11:45 Vinkonurnar Elísabet og Ásdís á góðri stundu. Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi frásögn sem birtist á vefnum innihald.is þar sem hún lýsir því þegar hún vitjaði læknis með vinkonu sinni, Ásdísi Rósu Ásgeirsdóttur, en það var þá sem Elísabet fékk að vita að hún er með illkynja krabbamein.Elísabet rakaði af sér hárið því það byrjaði að losna eftir að hún hóf lyfjameðferðina. Það var ekkert annað í stöðunni, segir Elísabet þegar við ræðum hármissinn.Hér má lesa pistil Elísabetar, sem ber yfirskriftina Ég er með krabbamein, í heild sinni: Ég átti fyrirfram bókaðan tíma hjá lungnasérfræðingnum mínum 22. júlí. Ég hafði talað við hana í síma fimm dögum áður og þá fengið jákvæðar niðurstöður. Hún tók samt fram að það væri ekki komið endanlega út úr sýnunum. Ég var búin að vera með miklar höfuðkvalir og því sendi hún mig í sneiðmyndatöku á höfði nokkrum dögum áður. Búið var að ræða um að loka æð í lungunum á mér og það yrði líklega gert í gegnum göt. Ég var því send í myndatöku til þess að finna nákvæmlega hvar lekinn á æðinni væri. Blóðið var því talið koma frá þessari æð. Í myndatökunni sást enginn leki og því var ég í rauninni búin að undirbúa mig undir stóra lungnaaðgerð.Vinkona sýndi ómetanlegan stuðning Ég hafði farið ein í allar þessar rannsóknir og læknaheimsóknir. En í þetta sinn þá bauð vinkona mín mér að koma með, sem og ég þáði. Ég er svo sannarlega þakklát fyrir það. Við sátum saman á biðstofunni flissandi yfir hinu og þessu, ekki óraði okkur fyrir því sem koma skal. Læknar voru búnir að loka á allan ótta hjá mér. Þetta var góðkynja æxli og því ekki hættulegt.Öll að versna og það hratt Læknirinn kom svo að lokum. Næstu mínútur eru sem í móðu. Ég man að læknirinn byrjaði á því að spyrja mig hvernig ég væri, svarið var að ég væri öll að versna hratt. Ég væri að hósta miklu meira magni af blóði og verða slappari með hverjum deginum. Hún kom sér því fljótt að efninu: „Ég hef því miður ekki góðar fréttir….“Allt í móðu Ég man svo ekki eftir restinni af setningunni en vinkona mín sagði mér hana síðar: „Ég hef því miður ekki góðar fréttir. Þú veist að ný sýni voru tekin í síðustu viku og niðurstöður komu í gær og þetta reyndist allt vera illkynja. Ég vildi að ég hefði betri fréttir að færa.“ Þó allt sé í móðu þá man ég samt að ég horfði á konuna og hugsaði: „Aumingja konan að þurfa að segja mér þetta.“ Já, ég fann til með lækninum.Byrjaði að titra og gráta Líkaminn fór á fullt, ég byrjaði fyrst að titra, svo fóru tárin að streyma og hugurinn hugsaði ALLT á sömu mínútunni. Ég heyrði lítið af því sem læknirinn var að segja. Eina sem ég man var að hún vildi gefa mér góðan tíma. Hún sagði mér að æxlið í lærinu væri krabbamein, meinvörpin í báðum lungunum væru einnig krabbamein. En hnútarnir tveir sem höfðu sést í lifrinni væri ekki vitað um enn og ég ætti að fara í frekari rannsóknir á þeim. Krabbameinslæknirinn gæti því miður ekki hitt mig fyrir en tveim dögum síðar. Gat ekki tekið á móti fleiri upplýsingum Ég var fegin. Ég eiginlega gat ekki tekið á móti fleiri upplýsingum í bili. Varð að fá tíma til þess að átta mig á þessum skelfilegu fréttum. Mikið óskaplega var þetta erfitt, ég vonaði strax að þetta væri bara draumur sem ég myndi vakna upp af mjög fljótlega. Þetta voru ekki niðurstöður sem ég átti von á, þrátt fyrir allar rannsóknirnar. En ég vissi þetta samt innst inni. Ég vissi að það væri eitthvað að mér, þetta var langt í frá eðlilegt hvað ég var búin að vera þreytt og líða illa.Það er eitthvað að mér Ég sagði við efnaskiptisérfræðinginn í mars: „Það er eitthvað að mér, alveg sama hvað þú finnur af mér þó svo að það sé krabbamein, þá bara vil ég vita hvað er að mér.“ Þó svo að ég hafi sagt þetta, þá var þetta einhvern veginn svo fjarstæðukennt. Ég, 37 ára, heilbrigður einstaklingur sem hefur aldrei reykt, drukkið mjög sjaldan og yfir höfuð lifað frekar heilsusamlegu lífi. Ég hef stundað hreyfingu og heilbrigt líferni almennt. En staðreyndin er sú að ÉG ER MEÐ KRABBAMEIN! Hér bloggar Elísabet um baráttuna við meinið en fyrsti pistillinn hennar um leitina að krabbameininu má lesa hér. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 37 ára, gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi frásögn sem birtist á vefnum innihald.is þar sem hún lýsir því þegar hún vitjaði læknis með vinkonu sinni, Ásdísi Rósu Ásgeirsdóttur, en það var þá sem Elísabet fékk að vita að hún er með illkynja krabbamein.Elísabet rakaði af sér hárið því það byrjaði að losna eftir að hún hóf lyfjameðferðina. Það var ekkert annað í stöðunni, segir Elísabet þegar við ræðum hármissinn.Hér má lesa pistil Elísabetar, sem ber yfirskriftina Ég er með krabbamein, í heild sinni: Ég átti fyrirfram bókaðan tíma hjá lungnasérfræðingnum mínum 22. júlí. Ég hafði talað við hana í síma fimm dögum áður og þá fengið jákvæðar niðurstöður. Hún tók samt fram að það væri ekki komið endanlega út úr sýnunum. Ég var búin að vera með miklar höfuðkvalir og því sendi hún mig í sneiðmyndatöku á höfði nokkrum dögum áður. Búið var að ræða um að loka æð í lungunum á mér og það yrði líklega gert í gegnum göt. Ég var því send í myndatöku til þess að finna nákvæmlega hvar lekinn á æðinni væri. Blóðið var því talið koma frá þessari æð. Í myndatökunni sást enginn leki og því var ég í rauninni búin að undirbúa mig undir stóra lungnaaðgerð.Vinkona sýndi ómetanlegan stuðning Ég hafði farið ein í allar þessar rannsóknir og læknaheimsóknir. En í þetta sinn þá bauð vinkona mín mér að koma með, sem og ég þáði. Ég er svo sannarlega þakklát fyrir það. Við sátum saman á biðstofunni flissandi yfir hinu og þessu, ekki óraði okkur fyrir því sem koma skal. Læknar voru búnir að loka á allan ótta hjá mér. Þetta var góðkynja æxli og því ekki hættulegt.Öll að versna og það hratt Læknirinn kom svo að lokum. Næstu mínútur eru sem í móðu. Ég man að læknirinn byrjaði á því að spyrja mig hvernig ég væri, svarið var að ég væri öll að versna hratt. Ég væri að hósta miklu meira magni af blóði og verða slappari með hverjum deginum. Hún kom sér því fljótt að efninu: „Ég hef því miður ekki góðar fréttir….“Allt í móðu Ég man svo ekki eftir restinni af setningunni en vinkona mín sagði mér hana síðar: „Ég hef því miður ekki góðar fréttir. Þú veist að ný sýni voru tekin í síðustu viku og niðurstöður komu í gær og þetta reyndist allt vera illkynja. Ég vildi að ég hefði betri fréttir að færa.“ Þó allt sé í móðu þá man ég samt að ég horfði á konuna og hugsaði: „Aumingja konan að þurfa að segja mér þetta.“ Já, ég fann til með lækninum.Byrjaði að titra og gráta Líkaminn fór á fullt, ég byrjaði fyrst að titra, svo fóru tárin að streyma og hugurinn hugsaði ALLT á sömu mínútunni. Ég heyrði lítið af því sem læknirinn var að segja. Eina sem ég man var að hún vildi gefa mér góðan tíma. Hún sagði mér að æxlið í lærinu væri krabbamein, meinvörpin í báðum lungunum væru einnig krabbamein. En hnútarnir tveir sem höfðu sést í lifrinni væri ekki vitað um enn og ég ætti að fara í frekari rannsóknir á þeim. Krabbameinslæknirinn gæti því miður ekki hitt mig fyrir en tveim dögum síðar. Gat ekki tekið á móti fleiri upplýsingum Ég var fegin. Ég eiginlega gat ekki tekið á móti fleiri upplýsingum í bili. Varð að fá tíma til þess að átta mig á þessum skelfilegu fréttum. Mikið óskaplega var þetta erfitt, ég vonaði strax að þetta væri bara draumur sem ég myndi vakna upp af mjög fljótlega. Þetta voru ekki niðurstöður sem ég átti von á, þrátt fyrir allar rannsóknirnar. En ég vissi þetta samt innst inni. Ég vissi að það væri eitthvað að mér, þetta var langt í frá eðlilegt hvað ég var búin að vera þreytt og líða illa.Það er eitthvað að mér Ég sagði við efnaskiptisérfræðinginn í mars: „Það er eitthvað að mér, alveg sama hvað þú finnur af mér þó svo að það sé krabbamein, þá bara vil ég vita hvað er að mér.“ Þó svo að ég hafi sagt þetta, þá var þetta einhvern veginn svo fjarstæðukennt. Ég, 37 ára, heilbrigður einstaklingur sem hefur aldrei reykt, drukkið mjög sjaldan og yfir höfuð lifað frekar heilsusamlegu lífi. Ég hef stundað hreyfingu og heilbrigt líferni almennt. En staðreyndin er sú að ÉG ER MEÐ KRABBAMEIN! Hér bloggar Elísabet um baráttuna við meinið en fyrsti pistillinn hennar um leitina að krabbameininu má lesa hér.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira