Lífið

Allt vitlaust á tónleikum Quarashi | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tiny og félagar á sviðinu á laugardagskvöldið.
Tiny og félagar á sviðinu á laugardagskvöldið. Vísir/Kolbeinn Tumi
Óhætt er að segja að stemmningin á dansblettinum við stóra sviðið í Herjólfsdal hafi náð hámarki á laugardagskvöldið þegar rappsveitin Quarashi steig á stokk.

Um var að ræða endurkomu hjá sveitinni sem lagði upp laupana árið 2005. Allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar stigu á stokk eða þeir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson auk trommuleikarans Sölva Blöndal. Þar var einnig rapparinn Egill „Tiny“ Thorarensen, sem fyllti í skarð Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002, og Ólafur Páll Torfason eða Opee.

Eyjafréttir tóku saman glæsilegt myndband frá tónleikum sveitarinnar sem sjá má hér að neðan. Mikill troðningur myndaðist á meðan Quarashi spilaði og eru dæmi um að gestir hafi slasast sig og glatað símunum sínum í öllum hamaganginum.


Tengdar fréttir

Skölluð á tónleikum Quarashi og nefbrotnaði

„Þetta var nú algjört óviljaverk,“ segir Svava Dís Guðmundsdóttir sem fór til Eyja til þess að sjá Quarashi spila en náði bara að hlusta á þrjú lög.

Quarashi mætir í Herjólfsdalinn

Quarashi verður aðalnúmerið á Þjóðhátíð í ár. Nýtt lag frá sveitinni kom út í vor og annað er væntanlegt í lok sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.