Lífið

Frumsýnt á Vísi: Lærðu að gera hárgreiðslu Þallar í Hróa Hetti

Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband frá Leikhópnum Lottu þar sem allir krakkar geta lært að greiða sér eins og Þöll vinkona Hróa Hattar. Leikhópurinn hefur sýnt Hróa Hött í sumar með skemmtilegu ívafi en inn í verkið fléttast ævintýrið um Þyrnirós.

Myndbandið var tekið upp af engum öðrum en Tóta munki á Siglufirði síðustu helgi. Frú fógeti klippti það svo til og setti saman. Sýning Leikhópsins Lottu Hrói Höttur hefur ferðast vítt og breitt um landið í sumar eftir frumsýningu í maí en sýningarnar klárast í ágúst. Í kvöld verður verkið sýnt á Pæjumótinu á Siglufirði en heldur til Dalvíkur á morgun. Í næstu viku ferðast hópurinn síðan um höfuðborgarsvæðið og sýnir meðal annars í Elliðaárdalnum og Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.