Dave Hester aftur í Storage Wars: „Yuup“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. júlí 2014 14:14 Jarrod, Dan, Dave, Darrell og Barry. Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“