Dave Hester aftur í Storage Wars: „Yuup“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. júlí 2014 14:14 Jarrod, Dan, Dave, Darrell og Barry. Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Ein af helstu stjörnum raunveruleikaþáttarins Storage Wars mun birtast aftur á skjánum eftir að hafa staðið í málaferlum við þáttastjórnendur. Dave Hester verður í nýjustu þáttaröðinni sem verður frumsýnd þann 12 ágúst í Bandaríkjunum. Storage Wars hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum sem og hér á landi. Þátturinn er sýndur á stöðinni History Channel, sem næst á Fjölvarpinu. Þátturinn er um fólk sem kaupir hluti sem hafa verið skildir eftir í geymslum í Bandaríkjunum , á uppboði. Oft finnur fólkið verðmætar gersemar í geymslunum. En það sem gerir þættina sérstaklega spennandi er að fólkið má ekki fara inn í geymslurnar áður en það kaupir hlutina sem eru inni í þeim og því þarf innsæi og heppni til þess að græða á þessum viðskiptum.Hester hætti í þáttunum árið 2012 og hefur staðið í málaferlum við þáttastjórnendur síðan. Hann sagði opinberlega að þátturinn væri sviðsettur og að þáttastjórnendur settu oft verðmæta hluti inn í geymslurnar, til að búa til betra sjónvarp. Hester var ein af helstu stjörnum þáttanna, en hann vakti alltaf athygli fyrir hegðun sína á uppboðum. Hann beið alltaf fram á síðustu stundu og kallaði þá: „Yuup“ hátt og snjallt. Hann sveifst einskis í eldri þáttaröðunum og verður fróðlegt að sjá hvort að hann muni halda áfram að tala niður til annarra sem sækja uppboðin. Endurkoma Hester í þættina gæti tengst minnkandi áhorfi; þetta gæti verið tilraun til þess að sporna við því. Í fyrstu þáttaröðunum var Hester helsta stjarnan ásamt hinum líflega Barry Weiss. Weiss er nú hættur í þáttunum, eftir að hann byrjaði með sína eigin þáttaröð sem heitir Barry‘d Treasure. Fyrr í mánuðinum var sagt frá því að Dan Dotson, uppboðshaldari og ein af stjörnum Storage Wars, hefði fengið slagæðagúlp. Hann var á spítala í tvær vikur en hefur verið útskrifaður og mun halda áfram í þáttunum.Metin á hundruði milljóna Stjörnur Storage Wars taka þátt í uppboðunum af mismunandi ástæðum. Sumir þeirra reka búðir sem selja notaða hluti en aðrir eru að leita að fjársjóði sem þeir geta selt áfram og grætt peninga. Á vefnum Celebrity Net Worth er virði frægs fólks í Bandaríkjunum metið út frá eignum. Hér að má sjá lista yfir hvað stjörnur Storage Wars eru metnar á.Dave Hester 346 milljónir krónaBarry Weiss 1,15 milljarð krónaDarrell Sheets 518 milljónir krónaJarrod Schulz 172 milljónir krónaBrandi Passante 172 milljónir krónaDan Dotson 518 milljónir króna
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira