Lífið

10 kg farin - ,,Það eina sem ég breytti var mataræðið"

Ellý Ármanns skrifar
,,Ég byrjaði 5. mars síðastliðinn. Ég ætlaði að gera þetta í eitt ár," segir Alva.
,,Ég byrjaði 5. mars síðastliðinn. Ég ætlaði að gera þetta í eitt ár," segir Alva. myndir/alva
Alva Kristín Kristínardóttir 42 ára Húsvíkingur ákvað að taka mataræðið í gegn í byrjun mars á þessu ári. Hún fer í leikfimi tvisvar í viku og hugar að því hvað hún borðar og viti menn tíu kíló eru farin.

,,Ég byrjaði 5. mars en ég var búin að hugsa þetta lengi og var búin að prófa ýmislegt, svo sem að vigta ofan í mig matinn en fannst það ekki henta mér, svo ég ákvað að prófa þessa leið. Það er að sleppa öllum sykri, í hvaða mynd sem er, öllu hveiti, algerlega öllu og líka spelti.  Svo ákvað ég að taka út gerið og glúteinið í leiðinni," útskýrir Alva.

Hvað hefur þú lést mikið síðan?  ,,Akkúrat 10 kíló. Það eina sem ég breytti var mataræðið," segir hún.

,,Ég gef mér eitt ár í þetta. Ég býst samt ekki við því að fara í ,,eitrið" aftur því mér líður svo vel líkamlega og andlega og ekki verra að kílóin hverfa líka."



,,Ég er að verða 43 ára og vinn við ýmiss störf í hlutastarfi, svo sem í tískubúðinni Töff föt á Húsavík, siðan í ferðaþjónustu og svo sem dyravörður á Gamla Bauk Húsavík," segir Alva sem hefur náð ótrúlegum árangri eins og sjá má.mynd/alva
Áttu góð ráð fyrir fólk sem vill taka sig á í mataræðinu eins og þú? ,,Góð ráð eru að byrja að þykja vænt um sig og hugsa hvað við erum að innbyrða. Smátt og smátt kemur þetta," segir Alva og heldur áfram:  

,,Maður fer að hugsa hvað líðanin er góð og vill bara halda áfram. Húðin er orðin glæsileg og ekki snefill af bólum eða hrjúfri húð lengur. Svefninn er mun betri og ekkert svona ,,konuvesen" lengur.  Þá meina ég að áður var ég með mikla túrverki og fyrirtíðaspennu og oft svona þrusku sem enginn læknir gat útskýrt og var ég oft á sveppadrepandi lyfjum við því, þessu finn ég ekki lengur fyrir. Allt farið," segir Alva.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.