Lífið

Kynþokkafyllsti maður heims annað árið í röð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tom Daley, sem er atvinnumaður í dýfingum, hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims, annað árið í röð, af lesendum tímaritsins Attitude.

Tom prýðir forsíðu tímaritsins ber að ofan en hann er tvítugur. 

Tom er samkynhneigður og segir í viðtali við blaðið að hann sé bálskotinn í leikaranum Zac Efron og karlfyrirsætunni David Gandy. Hann vonast til að gifta sig einhvern daginn og eignast börn.

„Fjölskylda er eitthvað sem hefur alltaf verið mér mikilvægt og já, einhvern tímann langar mig að gifta mig og eignast börn.“

Þá bætir hann við að hann vilji vinna fyrir sér í sjónvarpi.

„Mig langar að kanna þann vettvang þegar ég hætti í dýfingum. Mér finnst Ant og Dec vera í góðum þáttum og einn daginn vil ég vinna í einhverju svipuðu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.