Lífið

25 ár síðan fyrsti Seinfeld þátturinn var sýndur

ingvar haraldsson skrifar
Aldarfjórðungur er síðan fyrsti Seinfeld þátturinn fór í loftið.
Aldarfjórðungur er síðan fyrsti Seinfeld þátturinn fór í loftið.
Í dag eru 25 ár síðan fyrsti Seinfeld þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum. Vinsældir þáttarins voru ekki miklar í upphafi. Næstum heilt ár leið þar til næsti Seinfeld þáttur fór í loftið.

Vinsældir þáttanna áttu þó eftir að aukast enda horfðu 76 milljónir Bandaríkjamanna á lokaþátt Seinfeld á jóladag árið 1997.

Jerry Seinfeld bauðs að gera eina þáttaröð í viðbót en hann hafnaði því þrátt fyrir að hann hefði fengið 110 milljónir dollara fyrir þáttaröðina, sem samsvarar tólf og hálfum milljarði íslenskra króna á gegni dagsins í dag.

Vefritið Pastemagazine tók saman nokkur af skemmtilegustu augnablikum Seinfeld þáttanna sem má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.