Lífið

Slakar á í San Francisco

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir. Vísir/GVA
Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur árið 1988 og eigandi Baðhússins, dvelur þessa dagana í San Francisco þar sem hún hyggst sækja hugleiðslunámskeið og slappa af í sumarfríi.

„Ég hef verið að leita að því sem gerir mér gott í gegnum tíðina,“ sagði Linda í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hún hyggst kenna hugleiðslu á nýju námskeiði hér á Klakanum í lok ágúst.

Linda sýndi strákunum í Bakarínu þann heiður að rífa sig upp klukkan 4:17 í nótt að staðartíma til að veita þeim viðtal. Þeim lék mikil forvitni á að vita hvort fegurðardrottningin, sem enn dæmir reglulega í keppnum um allan heim, væri í sambandi.

„Ég er á lausu,“ sagði Linda og fékk þau viðbrögð hjá Rúnari Frey Gíslasyni og Jóhannesi Hauki Jóhannessyni, að það hlytu að vera sérstakir menn sem reyndu við hana.

„Þetta eru allt heimskir og vitlausir menn sem reyna við mig,“ sagði Linda í gamansömum tón og hló.

Þá lýsti Linda því hvernig átta ára dóttir hennar hefði beðið hana um að hætta að dansa inni í verslun vestan hafs. Þá rifjaði hún upp hvernig hún tók af sér tíu kíló í aðdraganda keppninnar Ungfrú Ísland á níunda áratugnum.

Nánar má heyra um ævintýri Lindu í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.