Lífið

Leikarar slá sér upp saman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikarinn Joe Manganiello og Modern Family-leikkonan Sofia Vergara eru byrjuð saman samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

„Þetta er mjög, mjög nýtt,“ segir einn heimildarmaður tímaritsins og annar bætir við: „Þau skemmta sér saman og eru að kynnast.“

Heimildir tímaritsins herma að þau hafi kynnst í blaðamannakvöldverðinum í Hvíta húsinu í maí. Joe á að hafa heimsótt Sofiu um helgina í Texas og sáust þau snæða saman á sunnudag.

„Þau föðmuðust og kysstust oft,“ segir heimildarmaður Us Weekly.

„Sofia er draumastelpan hans Joe. Hann hefur verið skotinn í henni um árabil. Þetta gengur vel hjá þeim.“

Sofia var trúlofuð athafnamanninum Nick Loeb þangað til í byrjun þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.