Lífið

"Kim Kardashian stal lúkkinu mínu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Hver djöfullinn. Ég var í þessu dressi fyrir viku síðan og í dag les ég fréttir um Kim og sá að hún er að stela stílnum mínum. Kardashians að stela frá Grandashians. Fáðu þér þinn eigin stíl Kim,“ skrifar hin ávallt orðheppna Vala Grand á Facebook-síðu sína í dag og birtir mynd af sér í svartri dragt við hliðina á mynd af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian í sams konar dragt. 

Lífið hafði samband við Völu og spurði hana hvort hún ætlaði að kvarta við Kim yfir þessum þjófnaði.

„Nei, nei. Mér fannst þetta bara fyndið,“ segir Vala skellihlæjandi. 

Á myndunum sést að hvorug kvennanna er í bol innan undir dragtinni. Vala segir einfalda skýringu á því af hverju hún lét glitta í barminn undir jakkanum.

„Ég hellti gosi yfir bolinn minn seinustu helgi og fannst óþægilegt að vera í blautum bol þannig að ég varð að fara úr honum. Kannski hellti Kim yfir sig mjólk úr pelanum og varð líka að rífa sig úr honum,“ segir Vala með bros á vör en Kim á dótturina North, eins árs, með rapparanum Kanye West.

Vala Grand.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.