Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 21:35 Logi tók mynd af kökunni og deildi á samskiptamiðlinum Facebook. Mynd/Logi Einarsson „Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira