Lífið

Sting lætur börnin vinna

Sting aðstoðar þó börnin ef í harðbakkann slær.
Sting aðstoðar þó börnin ef í harðbakkann slær. vísir/getty
Breski tónlistarmaðurinn Sting ætlar ekki að láta afkvæmi sín erfa þann auð sem hann mun skilja eftir sig, en talið er að auður hans sé um 35 milljarðar íslenskrar króna.
 
Hann vill frekar að börnin sín vinni fyrir sínum eigin peningum. „Ég sagði einnig við börnin mín að það verða ekki miklir peningar eftir því við erum að eyða þeim," sagði Sting meðal annars í viðtali við dailymail.



Hann bætti við að börnin sín viti og skilji þessa hugsun sína og vegna þess séu þau ekki mikið að biðja um hluti og hjálp. Sting segist kunna að meta og virði skilning barnanna.

„Ef þau lenda í vandræðum þá aðstoða ég þau auðvitað en ég hef aldrei þurft að gera það," bætti Sting við. Hann er sem stendur með um hundrað manns á launaskrá hjá sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.