Lífið

Veep-stjarna í það heilaga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Veep-leikarinn Reid Scott gekk að eiga kærustu sína Elspeth Keller við fallega athöfn í Los Angeles á laugardaginn.

Um 120 gestir voru viðstaddir þegar parið gekk í það heilaga. Meðal þeirra voru meðleikarar Reids í sjónvarpsþáttunum Veep, Matt Walsh og Timothy Simons, Big Bang Theory-stjarnan Johnny Galecki og leikarinn Jonathan Sadowski. Veep-leikkonunum Juliu Louis-Dreyfus og Önnu Chlumsky var einnig boðið en sáu sér ekki fært að mæta.

Reid og Elspeth trúlofuðust snemma árs 2013 en Reid bað hennar í Palm Springs í Kaliforníu.

Reidd er einnig þekktur fyrir leik í The Big C og The Secret Life of the American Teenager.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.