Lífið

Kaupir íbúð á hálfan milljarð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Orlando Bloom er búinn að festa kaup á fallegri íbúð í New York. Ásett verð er rúmlega 4,8 milljónir dollara, rúmur hálfur milljarður króna en Orlando seldi heimili sitt í Los Angeles í apríl síðastliðnum.

Nýja íbúð leikarans er búin þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

Íbúðin er í sömu byggingu og íbúð söngkonunnar Taylor Swift sem hún keypti af leikstjóranum Peter Jackson í mars. Sú íbúð var talsvert dýrari en Taylor greiddi 19,5 milljónir dollara fyrir hana, rúma tvo milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.