Lífið

Katie Price vill fá skemmtigarð handa fötluðum

Glamúrmódelið Katie Price vill að gerður verði skemmtigarður sem hentar fötluðum. Sjálf á hún son, hinn 12 ára Harvey, sem er blindur og greindur með einhverfu.

Katie segir að þeir skemmtigarðar sem nú þegar eru til staðar bjóði ekki upp á nógu marga möguleika fyrir þá sem þjást af fötlun af einhverri gerð og vill hún því að nýr skemmtigarður líti dagsins ljós.

„Þau börn sem ekki þjást af einhverskonar fötlun geta farið og skemmt sér í hvaða skemmtigarði sem er, í Alton Towers, Thorpe Park og í Chessington. Hvaða möguleikar eru í boði fyrir þá sem ekki geta skemmt sér þarna? Það eru engir rússíbanar sem geta til dæmis borið hjólastóla,“ sagði Katie í útvarpsviðtali á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.