Lífið

Rita Ora í engu undir á forsíðu Flare

Baldvin Þormóðsson skrifar
Rita Ora er hæfileikarík tónlistarkona og fyrirsæta.
Rita Ora er hæfileikarík tónlistarkona og fyrirsæta. mynd/Flare
Rita Ora er víst ekki bara hæfileikarík tónlistarkona heldur stendur hún sig einnig frábærlega sem fyrirsæta.

Ora var á forsíðu seinustu útgáfu kanadíska tískutímaritsins Flare þar sem hún talaði opinskátt um Instagram-fíkn sína og ást sína á söngkonunni Beyoncé.

Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul þá er hún hin veraldarvanasta á myndum tímaritsins þar sem hún klæðist meðal annars rifnum gallajakka og engu undir.

Í viðtalinu sjálfu játar tónlistarkonan það fyrir blaðamanni Flare að hún opnar samfélagsmiðilinn Instagram um leið og hún vaknar og notar miðilinn út allan daginn.

Þegar hún er spurð út í feril sinn og hvert hana langi til þess að stefna þá segist hún líta á Beyoncé sem fyrirmynd sína í tónlistinni. „Beyoncé byggði feril sinn upp frá engu,“ segir hún. „Ég held að það sé sá ferill sem öllum söngkonum langi til þess að hafa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.