Lífið

Lindsay Lohan á hugsanlegu stefnumóti

Baldvin Þormóðsson skrifar
Lindsay Lohan snæddi hádegisverð með óþekktum manni.
Lindsay Lohan snæddi hádegisverð með óþekktum manni. mynd/getty
Leikkonan frækna Lindsay Lohan hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki en hún er stödd í Bretlandi þessa dagana þar sem hún undirbýr endurkomu sína í kvikmyndabransann eftir að hafa útskrifast úr meðferð fyrir ári síðan.

Lohan virtist þó ekki hafa verið klædd fyrir viðskiptafund þegar hún snæddi hádegisverð ásamt óþekktum manni á breska veitingastaðnum Scott's.

Hin 27 ára gamla leikkona snæddi hádegisverðinn í hnéháum sokkum og leðurstígvélum sem hún klæddist við kremlitaðan kjól og grænni kápu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.