Lífið

Handrit Lenu Dunham tilbúið

Verk Lenu Dunham hafa notið vinsælda og ætti því bókin að gera slíkt hið sama.
Verk Lenu Dunham hafa notið vinsælda og ætti því bókin að gera slíkt hið sama. Vísir/Getty
Leikkonan og handritshöfundurinn Lena Dunham er búin að skila af sér handriti að bók. 

Þessu deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram í gær með orðunum.

„Þetta er tilbúin bók á borðinu hjá ritstjóranum mínum. Svo mörg orð, og mér er eiginlega sama hvað þau segja. Takk Andy Ward fyrir að búa til svona öruggt og skemmtilegt rými til að skrifa í. Allt sem höfundar vilja er að láta hlusta á sig og vera svo ýtt áfram. Elska þig"



Andy Ward er útgáfustjóri Dunham hjá Random House-útgáfunni. Bókin ber vinnuheitið Not that Kind of Girl og eru efnistök bókarinnar í ætt við það sem aðdáendur Dunham ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Girls. 

Ekki er kominn útgáfudagur á bókina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.