Lífið

Giftu sig í laumi

Lilja Katrín Gunnarsdótti skrifar
Vísir/Getty
Leikarinn Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum ER, kvæntist unnustu sinni Söru Wells fyrir stuttu. Þessu sagði hann frá í sjónvarpsþættinum The View í gær en brúðkaupið fór algjörlega framhjá fjölmiðlum.

„Þetta var fallegt. Þetta var frábært. Þetta var mjög lítil athöfn - við eigum lítinn bóndabæ í Kaliforníu,“ sagði Noah í þættinum.

„Við giftum okkur fyrir framan hlöðuna og fórum síðan í brúðkaupsferð. Við erum nýkomin heim frá París,“ bætti hann við.

Noah og Sara sáust fyrst opinberlega saman árið 2011. Þetta er í annað sinn sem Noah kvænist en hann var kvæntur förðunarfræðingnum Tracy Warbin á árunum 2000-2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.