Lífið

„Instagram hefur sömu áhrif á mig og eiturlyf"

Rita Ora kíkir á Instagram um leið og hún vaknar.
Rita Ora kíkir á Instagram um leið og hún vaknar. Vísir/Getty
Söngkonan Rita Ora segist vera orðin háð samfélagsmiðlum og nefnir þar sérstaklega Instagram sem hún segir hafi sömu áhrif á sig og eiturlyf. 

Ora segist vera komin með fíkn fyrir Twitter og Instagram og viðurkennir að síminn sé það fyrsta sem hún teygir sig í þegar hún vaknar á morgnana. 

Þessar yfirlýsingar söngkonunnar koma í viðtali hennar við tímaritið Flare þar sem hún útskýrir Instagram fíkn sína.

„Ég fer á inn á þetta um leið og ég vakna. Rúlla niður með annað augað opið. Þetta er eins og eiturlyf, ég hlakka til að kíkja.“

Hér má finna Instagram-síðu söngkonunnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.