Lífið

Fékk göt í eyrun fyrir eins árs afmælið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West lét gata eyru dóttur sinnar North sem fagnaði eins árs afmæli sínu um síðustu helgi.

North fékk göt í eyrun í byrjun júní og vildi Kim að hún yrði komin með göt áður en afmælinu yrði fagnað.

Í afmælinu var North síðan með demantseyrnalokka í eyrunum.

North er ekki fyrsta stjörnubarnið sem er frekar ungt þegar það fær göt í eyrun. Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen deildi mynd af átta mánaða gamalli dóttur sinni með göt í eyrunum í júlí í fyrra. Leikkonan Majandra Delfino gataði eyru dóttur sinnar áður en hún varð tveggja ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.