Erlent

Stefnumótasíða aðeins fyrir einstaklega gáfað fólk

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gáfaða fólkið getur nú fundið hvort annað.
Gáfaða fólkið getur nú fundið hvort annað. Vísir/Getty
Mensa samtökin, sem eru samtök fólks með háa greindavísitölu, hafa nú sett stefnumótasíðuna Mensa Match í loftið. Á henni geta meðlimir samtakanna hugsanlega fundið sér framtíðarmaka.

Inntökuskilyrðin í Mensa eru ströng; til þess að komast inn þarf fólk að þreyta greindavísitölupróf og ná betri árangri en 98% fólks.

Victoria Liguez sagði við bandarísku fréttastofuna ABC að meðlimir Mensa hefðu lengi beðið eftir svona síðu. „Maður leitar af fólki sem er líkt manni,“ útskýrði hún hún og bætti við: „Meðlimirnir vilja finna einhvern sem metur gáfur og greind á svipaðan hátt og þeir.“

Fyrirtækið Match.com sem rekur stefnumótasíðu með sama nafni er í samstarfi við samtökin. Forseti fyrirtækisins, Amarnath Thombre, sagðist ánægður með samstarfið. „Áttatíu prósent fólks segja að gáfur skipti mestu máli þegar það velur sér einhvern til að fara á stefnumót með. Samstarfið við Mensa hjálpar okkur að tengja saman fólk með líkt gildismat.“

Mensa samtökin voru stofnuð árið 1946 í Oxford á Englandi. Samtökin komu til Bandaríkjanna árið 1951. Nú eru 100 þúsund meðlimir skráðir í samtökin frá 100 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×