Lífið

Giftu sig í ráðhúsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/getty
Tískuspekúlantinn Olivia Palermo gekk að eiga unnusta sinn, þýsku karlfyrirsætuna Johannes Huebl, á laugardaginn.

Olivia og Johannes giftu sig í flýti í ráðhúsinu á Manhattan í New York.

Parið ætlaði að gifta sig í haust en þurfti að flýta því þar sem óvíst væri hvort Johannes mætti vera áfram í landinu því samningur hans við umboðsskrifstofuna Wilhelmina Models rann út í fyrra.

Olivia og Johannes trúlofuðu sig í janúar á þessu ári og hafa verið saman í sex og hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.