Lífið

Liðsfélagi Jóns Jónssonar frá Malí syngur Þjóðhátíðarlagið

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jón Jónsson og Kassim Doumbia spila saman hjá FH
Jón Jónsson og Kassim Doumbia spila saman hjá FH
Söngvarinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson setti myndband á Instagram-vefinn sinn sem sýnir liðsfélaga hans frá Mali, Kassim Doubia, gera heiðarlega tilraun til að syngja þjóðhátíðarlagið í ár. Sönginn má sjá hér að neðan.

„Kassim "the dream" að taka Þjóðhátíðarlagið. Elska þennan mann,“ segir Jón við myndbandið. Á einni klukkustund hafa tæplega 400 manns smellt á „like-takkann“ á Instagram-vefnum og því ljóst að söngur Doumbia fer vel í fólk.

Í apríl sagði Vísir frá því að Jón Ragnar myndi syngja þjóðhátíðarlagið. Þá sagði hann um lagið: „Þetta er Jón Jónsson í Eyjabúningi. Ég er hvorki að finna upp hjólið í laglínu eða textagerð. Þetta á bara að vera gleði og sumar,“ segir Jón.

Lagið ber titilinn Ljúft að vera til og hefur Vísir bent gítarsnillingum á hvar má læra lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.