Fasteignamat hækkar um 7,7% Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2014 15:21 Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Nýtt fasteignamat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2014. Matið hækkar á 91,7% eigna en lækkar á 8,3% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Í ár er haldið áfram að þróa matsaðferðir Þjóðskrár í samræmi við lög um skráningu og mat fasteigna. Markmið laganna er að samræma fasteignamat á öllu landinu þannig að það standist kröfur stjórnsýsluréttar um jafnræði. Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma.Íbúðaeignir metnar á 3.540 milljarða króna Mat íbúðareigna (126.581) á öllu landinu hækkar samtals um 7,3% frá árinu 2014 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.540 milljarðar króna í fasteignamatinu 2015. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 12,4%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 14,1% en um 8,9% á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar minnst eða um 3,3%.Hækkun fasteignamats 2015 Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Landið allt 5,2% 10,2% 12,4% Höfuðborgarsvæðið 6,0% 11,2% 14,1% Utan höfuðborgarsvæðisins 3,5% 3,1% 8,9% Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,6%, matið hækkar um 3,9% á Vesturlandi, 3,7% á Vestfjörðum, 5,1% á Norðurlandi vestra, 6,2% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Austurlandi og 4,2% á Suðurlandi. Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi eða um 14,3% og um 13,6% í Tálknarfjarðarhreppi en lækkar hins vegar um 2,1% í Vogum og um 0,2% í Ísafjarðabæ. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði mest miðsvæðisMeðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 8,6%. Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í Garðabæ/Akrahverfi eða um 14,6% og um 13,5% í Blesugróf. Matið hækkar um 13,2% í Hlíðunum, um 8,1% í Skerjafirði, um 8,1% í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,4% í Seljahverfi. Minnst er hækkunin í Mosfellsbæ/Leirvogstungu eða um 1,7%. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag. Nýtt fasteignamat miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2014. Matið hækkar á 91,7% eigna en lækkar á 8,3% eigna frá fyrra ári. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna. Í ár er haldið áfram að þróa matsaðferðir Þjóðskrár í samræmi við lög um skráningu og mat fasteigna. Markmið laganna er að samræma fasteignamat á öllu landinu þannig að það standist kröfur stjórnsýsluréttar um jafnræði. Þessar breytingar hófust árið 2009 þegar nýjar og nákvæmari aðferðir voru teknar upp við mat á íbúðarhúsnæði. Nú eru teknar upp sambærilegar aðferðir við mat á atvinnuhúsnæði og húsum á bújörðum til sveita, sem endurspegla betur markaðsverðmæti á hverjum tíma.Íbúðaeignir metnar á 3.540 milljarða króna Mat íbúðareigna (126.581) á öllu landinu hækkar samtals um 7,3% frá árinu 2014 og verður samanlagt fasteignamat þeirra 3.540 milljarðar króna í fasteignamatinu 2015. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matsverð íbúða í fjölbýli meira en mat íbúða í sérbýli en utan höfuðborgarsvæðisins er þessu öfugt farið. Þar hækkar fasteignamat sérbýlis meira en mat fjölbýlis. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu hækkar um 12,4%. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um 14,1% en um 8,9% á landsbyggðinni. Frístundahúsnæði hækkar minnst eða um 3,3%.Hækkun fasteignamats 2015 Sérbýli Fjölbýli Atvinnuhúsnæði Landið allt 5,2% 10,2% 12,4% Höfuðborgarsvæðið 6,0% 11,2% 14,1% Utan höfuðborgarsvæðisins 3,5% 3,1% 8,9% Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 9,1%. Matið á Suðurnesjum hækkar um 4,6%, matið hækkar um 3,9% á Vesturlandi, 3,7% á Vestfjörðum, 5,1% á Norðurlandi vestra, 6,2% á Norðurlandi eystra, 3,3% á Austurlandi og 4,2% á Suðurlandi. Fasteignamat á landinu hækkar mest í Borgarfjarðarhreppi eða um 14,3% og um 13,6% í Tálknarfjarðarhreppi en lækkar hins vegar um 2,1% í Vogum og um 0,2% í Ísafjarðabæ. Hækkun á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði mest miðsvæðisMeðalhækkun á mati íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er 8,6%. Miðlæg svæði hækka að jafnaði meira en þau sem eru á jaðrinum. Fasteignamat í einstökum hverfum þróast nokkuð misjafnlega. Þannig hækkar matið mest í Garðabæ/Akrahverfi eða um 14,6% og um 13,5% í Blesugróf. Matið hækkar um 13,2% í Hlíðunum, um 8,1% í Skerjafirði, um 8,1% í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Grafarvogi og um 5,4% í Seljahverfi. Minnst er hækkunin í Mosfellsbæ/Leirvogstungu eða um 1,7%.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira