Lífið

Lupita á forsíðu Vogue

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Lupita Nyong'o prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins Vogue. Á forsíðunni er hún í Prada-kjól úr haustlínunni 2014.

Síðasta ár var stórkostlegt fyrir Lupitu en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í þræladramanu 12 Years a Slave.

„Ég var mjög stressuð að sjá sjálfa mig í 12 Years a Slave því þetta var svo djúphugul reynsla á allan hátt. Ég man að þetta voru gleðilegustu tímar lífs míns en líka þeir sorglegustu,“ segir Lupita og bætir við að hún hafi grátið í klukkutíma eftir að hún sá kvikmyndina. 

Í kjölfar sigurgöngu Lupitu var hún valin í nýja herferð Miu Miu, varð fyrsta þeldökka konan til að vera andlit snyrtivörurisans Lancome og landaði hlutverki í Star Wars Episode II.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.