Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjörutíu og fjögurra ára karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu. Honum er gert að greiða konunni  2,2 milljónir króna.

Maðurinn, Magnús Óskarsson, er sakfelldur fyrir að hafa í mars á síðasta ári haft við hana samræði og önnur kynferðismök með því að beita hana ólögmætri nauðung vegna aðstöðumunar sem hann notfærði sér vegna andlegra og líkamlegra yfirburða gagnvart henni með því að notfæra sér ölvunarástand hennar þannig að hún gat ekki spornað við verknaðnum.

Magnús neitaði sök í málinu og segir athafnirnar hafa verið með fullu samþykki konunnar. Þá segist hann ekki hafa beitt hana neins konar ofbeldi. Telur hann hana hafa verið það ölvaða að hún hafi ekki áttað sig á hvað um væri að vera.

Framburður konunnar var talinn trúverðugur og samrýmdist hann áverkavottorði í málinu. Því var að mati dómsins hafið yfir allan vafa að Magnús hafi brotið gegn konunni þessa nótt. Í dómnum segir að Magnús hafi ekki átt sér neinar málsbætur.

Magnúsi er jafnframt gert að greiða 2,3 milljónir í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×