Innlent

Elsti karlmaður heims látinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Imich með viðurkennu frá heimsmetabók Guinness.
Imich með viðurkennu frá heimsmetabók Guinness.
Elsti karlmaður í heimi lést í gær í New York, 111 ára að aldri.

Frá því greinir fréttavefur Reuters. 

Maðurinn hét Alexander Imich og fæddist í Póllandi árið 1903 og hafði hann dvalið síðustu ár ævi sinnar á öldrunarheimili í Bandaríkjunum en þangað fluttist hann árið 1952.

Hann hafði meðal annars lifað af vinnuþrælkun í sovésku Gúlagi og þakkaði alla tíð góðum genum fyrir langlífi sitt. Imich varð 111 ára gamall í febrúar síðastliðnum og í apríl áskotnaðist honum titilinn „elsti karlmaður heims“. Þessi titill fer nú til hins japanska Sakari Momoi sem einnig er 111 ára en er fæddur einum degi síðar en Imich.

Fjöldi núlifandi kvenna hafa þó náð hærri aldrei en Imich og er hin japanska Misao Okawa þeirra elst. Hún er 116 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×