Lífið

"Erfiðast er að pabbi hefur lítinn sem engan tíma til að gera neitt annað“

Ellý Ármanns skrifar
Oddur og Gylfi með pabba á góðri stundu.
Oddur og Gylfi með pabba á góðri stundu.
Við spurðum Odd, 15 ára, og Gylfa, 10 ára, sem eru synir Sigurðar Björns Blöndal, oddvita Bjartrar framtíðar í Reykjavík, um pabba þeirra nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst. 

Fjölskyldan við Ófærufoss árið 2012.
Hvernig var lífið fyrir og eftir pólitíkina með föður ykkar?



Oddur: „Við gerðum bara svipaða hluti, nema við fórum aldrei á skíði saman. Pabbi byrjaði bara á skíðum fyrir rúmu ári. Erfiðast er að pabbi hefur lítinn sem engan tíma til að gera neitt annað. Við vorum samt mjög dugleg að fara saman á skíði í vetur.  Skemmtilegast er allt fólkið sem er að vinna með pabba í þessu.“  



Gylfi: „Ég man ekkert eftir því. Ég man ekki einu sinni hvað hann var að vinna við fyrir fjórum árum. Pabbi var meira með mér úti í fótbolta. Pabbi hefur alltaf verið dálítið bissí, en finnur samt alltaf tíma til að vera með okkur.„





Hvað gerið þið með pabba sem er skemmtilegt?



Oddur: „Förum á skíði, förum á tónleika, fjallgöngur, út að borða og margt fleira. Tökum stundum „djammsession saman. Svo förum við saman á rjúpu.“

Gylfi: „Förum í bíó, förum í sund. Ég fer stundum með pabba á fótboltaleiki. Svo eru stundum kósíkvöld. Við förum líka stundum í tjaldferðalög.“






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.