Lífið

Óli Geir þjálfar afreksfólk

Ellý Ármanns skrifar
Egill, til hægri á mynd, og Óli Geir spila saman í gamla kaupfelaginu á Akranesi á morgun á svokölluðu Stuðlagaballi.
Egill, til hægri á mynd, og Óli Geir spila saman í gamla kaupfelaginu á Akranesi á morgun á svokölluðu Stuðlagaballi.
Óli Geir, afmælisbarn dagsins, sem er 29 ára, þjálfar afreksfólk úr körfuboltalandsliðinu og lykilmenn í úrvalsdeild. Við spurðum kappann hvort hann væri byrjaður að einbeita sér að einkaþjálfun?

„Ég stefni að því að fara í ÍAK í haust og klára einkaþjálfarann en ég er byrjaður að þjálfa á fullu og er aðallega með íþróttafólk sem vill ná enn betri árangri í sinni íþrótt. Ég hef persónulega sjálfur unnið til verðlauna í nánast öllum íþróttum og er með góðan grunn. Annars hef ég ekki auglýst mig neitt. Ætla ekki að gera það fyrr en ég er kominn með gráðuna," svarar Óli Geir.

Mér hafa borist hellingur af umsóknum sem er yndislegt, bara í gegnum mína persónulegu Facebooksíðu þar sem ég er ekki kominn i gang með neitt meira en það,“ segir hann áður en kvatt er.

Rúnar Ingi, lykilmaður í Val tekur á því hjá Óla Geir.
Sara Rún landsliðsmaður og lykilmaður í Keflavík.
Hlustið á þetta - Óli Geir Sólbað #1

Í myndbandinu hér fyrir neðan má meðal annars sjá Óla Geir hoppa hæð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.