Lífið

Samstarf Gosling og Valdísar fær slæma dóma á Cannes

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Stikla úr kvikmyndinni Lost River var sýnd á Cannes í síðustu viku. Myndin er frumraun Ryans Gosling í leikstjórastólnum en eins og kunnugt er sá Valdís Óskarsdóttir um að klippa hana. 

Myndin féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum á Cannes og hafa margir þeirra bent á að Gosling ætti frekar að einbeita sér að leik en leikstjórn. 

Upprunlegi titill myndarinnar var How To Catch A Monster en með aðalhlutverkin fara Mad Men-leikkonan Christina Hendricks, Eva Mendes og Matt Smith.

Stikluna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×